Lífið í dag
Ég geri mér grein fyrir því að það þykir ekki fínt að vilja vera einhver annar en maður sjálfur. Þar sem ég er úr Breiðholti og kann ekki að skammast mín þá finnst mér bara í fínu lagi að viðurkenna þennan ósið. Mig langar oft að vera einhver annar en ég. Á tímabili langaði mig ekkert heitara en að vera http://siggisiggibangbang.com/. Það tímabil leið hjá. Siggi er ok og allt það en hann er bara aðeins of pure fyrir minn smekk. Eða, ég skal reyna að útskýra þetta betur. Ég held að það sé ekkert sérlega gaman að vera Siggi í dag þrátt fyrir að það sé án efa gaman að vera í samskiptum við hann. Hvernig getur líf án eitthvers konar fíknar verið þess virði að lifa. Siggi er, eða það er allavega orðið á götunni, hreinni en sjálfur Jesú kristur var á sínum tíma. Ég hins vegar var að fá mér súkkulaðibita og geri ekki ráð fyrir öðru en að hann kalli á fleiri bita. Þetta endar svo allt í mikilli niðursveiflu og ég lofa sjálfri mér að borða aldrei aftur súkkulaði. Ég veit samt innst inni að um leið og ég er búin að jafna mig byrja ég aftur að borða súkkulaði.
En allavega þá langar mig að vera hluti af Kort fjölskyldunni í dag. Ég veit samt ekki alveg hvort mig langar að vera Hr. eða Frú Kort, mig langar ekkert sérlega að vera litli Kort (því hann er svo lítill). http://www.kortarinn.blogspot.com//
<< Home