sunnudagur, ágúst 27, 2006

Ást í draumi

Ég vaknaði rosalega ástfangin í morgun. Ég dreymdi að Jón Sæmundur væri kærastinn minn. Við vorum mjög hamingjusöm í draumnum. Rétt áður en við vöknuðum, eða reyndar áður en ég vaknaði ég veit ekki í alvörunni hvenær hann vaknaði, vorum við einmitt að ræða það hvað það væri gaman hvað við næðum vel saman.

Nú veit ég ekki alveg hvernig draumar virka nákvæmlega. Eru draumar kannski endurspeglun á löngunum undirmeðvitundar? Ég hef samt aldrei verið heit fyrir Nonna, ég kallaði hann Nonna í nótt. Ég þekki Nonna heldur ekki neitt, hef bara verslað af honum jakka sem hann reyndar gaf mér afslátt af. En hann er nú kannski ekki beint mín týpa. Kannski er þessi draumur að segja mér að það er kominn tími á nýjan bol. Í draumnum bað Nonni mig um að vinna af og til í búðinni sinni sem ég hlakkaði mikið til að gera.

Getur eitthver ráðið í þennan draum? Er ég á leiðinni í ferðalag? Á ég að kaupa lottó miða?