sunnudagur, september 10, 2006

Smart fyrirsögn

Þrátt fyrir mikla vinnu ætla ég að reyna að bregða ekki útaf vananum og sjá sem flestar myndir á kvikmyndahátíðinni. Mér finnst meiri stemning að fara í bíó á kvikmyndahátíð heldur en bara í svona normalt bíó. Ég mun seint gleyma því þegar ég og MaggaH sáum 9 Songs og MaggaH fór svo hjá sér að hún lét eins og fífl á meðan á myndinni stóð. Það var rosa erfitt fyrir mig. Ég lét mig þó hafa það, enda er ég þekkt fyrir að vera umburðarlynd og góð vinkona. Í kvöld fór ég með Elsu Maríu, einni af mínum fallegu vinkonum, á Factotum. Elsa lét ekkert eins og fífl. Ég hafði ansi gaman af þessari mynd. Hank nokkur Chinaski er aðalsöguhetja Factotum. Hank byrjar hvern dag á því kasta upp og fá sér síðan whisky (eða bjór) og sígó, það sem eftir er dags fer í meiri whisky (eða bjór) drykkju, reykingar og kvennafar. Eitt augnablik í kvöld þótti mér líf Hanks vera öfundsvert þrátt fyrir að það sé frekar súrt í alla staði. Reyndar langar mig ekkert á kvennafar.