Vangaveltur
Shit. Ég er hætt að horfa á sjónvarp, hætt að fara í sleik, hætt að stara út um gluggann, hætt að borða mat sem tekur meira en fimmtán mínútur að elda, hætt að raka á mér labbirnar (sem Bergþóru finnst ógeð), hætt að slúðra í símann og nánast hætt að mæta á samkomur hjá leynifélaginu AH (allir hressir). Ég er samt varla að ná að komast yfir allt þetta lesefni sem gert er ráð fyrir að ég lesi í þessu MA námi. Hraðlestrarbókinn sem ég las er þó aðeins að hjálpa, en ekki nóg. Ég ætti kannski að hætta að fara í bað. Ég er samt að hugsa um að halda Rokkklúbb á næsta föstudag, svo þarf ég að fara á Nick Cave á laugardaginn og baka köku á sunnudaginn. Kannski þarf ég að skrá mig á tímastjórnunarnámskeið.
<< Home