MSN
Hvað segir maður við 8 ára barn sem nánast á hverjum degi biður um MSN. Dóttir mín var mjög hamingjusöm með afmælispakkan sem hún fékk frá mér en hún hefði samt heldur viljað MSN. Hún heldur að MSN sé eitthvað sem við förum útí búð og kaupum. Greinilega ekki með þessar tækninýjungar á hreinu, eins og mamma sín. Í gær sat hún dreymin og spurði: hvað á ég að heita þegar ég fæ MSN? Þegar ég stakk uppá því að hún myndi áfram heita María leit hún á mig eins og ég væri rauðhærður dvergur, sem ég er ekki. Ég finn eitthvað út úr þessu. Ég þarf allavega að klára þessi GSM mál áður en ég fer í MSN málin. Þar sem ég er fátækur námsmaður, eða svona næstum því, þá borgar sig örugglega að flytja til Danmerkur áður en hún fær GSM síma. Þjónustan hjá símafyrirtækjum á Íslandi er fimm sinnum dýrari hér en þar, merkilegt. Bless.
<< Home