Nick Cave
Það er fátt betra í þessu lífi en öfund. Það er samt betra að vera öfunduð en að öfunda. Ég finn mikla gleði í mínu hjarta þessa dagana yfir öfund vinkvenna minna á stefnumóti mínu við Nick Cave um helgina. Á föstudaginn fór ég að sjá Proposition. Nick Cave skrifaði einmitt handritið að þeirri frábæru mynd. Þar var ég bara eitthvað að kaupa súkkulaði með Mögguh, og þar var Nick bara eitthvað að standa. Ég horfði á hann og hann á mig. Af því að þetta var hann þá var mér alveg sama að ég væri eins og 12 ára með störu. Á laugardagskvöldið fór ég svo á tónleikana. Þar var ég eitthvað að syngja með og hann að syngja líka með uppá sviði, og spila á píanó og stundum á gítar. Alveg hreint magnað allt.
<< Home