Flippaði Vaffarinn
Ég heyrði talað um það að það væri ómögulegt að fá boðsmiða á Sykurmolana. Ekki einu sinni mamma hennar Bjarkar fékk miða, sagði mér ung kona. Ekki það að ég hafi eitthvað verið að reyna að fá boðsmiða. Mér þykir bara alls ekkert sjálfsagðra en að borga uppsett verð fyrir það sem mér þykir spennandi. Mér þótti það hins vegar mjög svo skemmtilegt þegar vinkona mín hringdi og sagðist eiga tvo auka miða, fyrir mig og einhvern hressan með. Hún sagði mér að hún hefði hringd í mig vegna þess af öllum sínu fjölmörgu vinkonum þá er ég sú flippaðasta. Ég hef einmitt haft það á tilfinningunni í mörg ár að það ætti einhvern tímann eftir að koma sér vel að vera svona flippuð, eins og ég er.
Ég man ennþá daginn sem ég steig mín fyrstu flipp skref. Ég var aðeins 11 og hálfs þá. Ég var ein í strætó og byrjaði bara uppúr þurru að syngja. Eins og við mátti búast litu allir mjög undrandi á mig. Einn maður spurði meira að segja, bíddu við, hvað er hér í gangi? Ég mjög róleg ýtti á bjölluna, enda var ég komin á minn áfangastað, stóð upp og sagði: þið verðið að fyrirgefa, ég er bara svo flippuð.
Tónleikarnir í gær voru æði, og ég dansaði (eða öllu heldur flippaði) við Luftgitar.
Ég man ennþá daginn sem ég steig mín fyrstu flipp skref. Ég var aðeins 11 og hálfs þá. Ég var ein í strætó og byrjaði bara uppúr þurru að syngja. Eins og við mátti búast litu allir mjög undrandi á mig. Einn maður spurði meira að segja, bíddu við, hvað er hér í gangi? Ég mjög róleg ýtti á bjölluna, enda var ég komin á minn áfangastað, stóð upp og sagði: þið verðið að fyrirgefa, ég er bara svo flippuð.
Tónleikarnir í gær voru æði, og ég dansaði (eða öllu heldur flippaði) við Luftgitar.
<< Home