
Lífið gæti varla verið mikið betra. Ég hef verið ansi afkastamikil þessa helgina og þess vegna líður mér vel. Ég hef skrifað skýrslu um lýðfræði Indlands, lesið nokkra kafla um neikvæð áhrif stimplunnar, lesið um mikilvægi tengsla í samfélaginu og nánast horft á heila seríu af Sex and the City.
Þessi góða kona sem er hér á myndinni að ofan er dealerinn minn á skemmtilegt sjónvarpsefni. Annars hef ég ekkert meira um þetta að segja, né nokkuð annað. Í bili að minsta kosti.
<< Home