sunnudagur, október 01, 2006

Dagskráin og klósettpappír

Mér finnst fólk sem ekki horfir á sjónvarp að vissu leyti aðdáunarvert. Ég horfi stundum á sjónvarp þrátt fyrir að finnast dagskráin alveg óstjórnlega leiðinleg. Áðan horfði á ég brot af Celebrity Cooking. Sá þáttur er leiðinlegur en samt ekki eins leiðinlegur og Jay Leno.

Já og ef ykkur vantar klósettpappír þá veit ég um góða konu sem er að selja eðal pappír á góðu verði> http://tanilu.blogspot.com/

Er annars nokkuð kát í dag, eða allavega eins kát og kona á mínum aldri getur leyft sér að vera. Fékk nokkrar hressar framakonur í brunch í dag. Ein þeirra er á leið í framboð. Það finnst mér fullorðins. Ég færi sjálf í pólitík ef ég ætti ekki svona skuggalega fortíð. Ég hef staðið fyrir konukvöldi á Brodway með tilheyrandi snyrtivörusýningum og þvíumlíku. Maður flýr ekki þannig fortíð.