Ungur maður
Í nótt hitti ég ungan mann. Hann sagði "heyrðu, ég þarf að segja eitt við þig", þá hringdi vekjaraklukkan. Ég hef sjaldan verið eins súr yfir verkjaraklukkunni og í morgun. Núna er klukkan að verða 13 og ég er enn að velta því fyrir mér hvað maðurinn ætlaði að segja. Ég ætti samt kannski ekkert að vera að segja fólki frá því að ég sé í þessum vangaveltum mínum. Fólk gæti haldið að ég væri skrítin. En svona í alvöru samt hvað ætli hann hafi ætlað að segja?
<< Home