Helgarsportið
Í gærkvöldi eftir að hafa borðað yfir mig og daðrar hóflega í villibráðarveislu skellti ég mér á dansiball. Ég reyndar daðraði fyrst og borðaði síðan yfir mig, datt úr daðurstuði á fjórða disk. Tilefnið af þessari veislu var nýja, eða nýlega, húsið hennar Beggu G. sem er risa stórt og sjúklega flott, en samt uppí Breiðholti. Á dansiballinu lék hljómsveitin Rhondda & The Runestone cowboys fyrir dansi. Þetta band er það besta sem ég hef heyrt í í mjög langan tíma. Allir hljómsveitarmeðlimir stóðu sig eins og hetjur en ég verð samt að segja að bassaleikarinn stal senunni. Virkilega flottur bassaleikari, og ég hef vit á svona.
<< Home