miðvikudagur, október 18, 2006

Útskrift

Á næsta laugardag er komið að útskrift. Ég mun þó halda útskriftarveislu aðeins seinna. Það tekur óratíma að undirbúa viðeigandi skemmtiatriði og varð ég því að fresta veislunni. Ekkert meira í bili. Það er samt alveg fullt að gerast í mínu lífi. Ég get þó ekkert sagt um öll herlegheitin hér, ekki strax.