þriðjudagur, október 10, 2006

Ævintýraferð

Í kvöld var ég á ferðalagi um netheima. Ég hef komist að því að nánast flestir sem ég þekki eða kannast við halda úti bloggsíðu. Það er misjafnlega skemmtilegt að lesa vangaveltur fólks. Skemmtilegast finnst mér þegar fólk gengur gjörsamlega yfir strikið í einlægni og skrifar um hluti sem ég myndi ekki einu sinni þora að tala um við sálfræðinginn minn. Ég er reyndar ekki að hitta sálfræðing þessa dagana. Varð bara að koma því að. Já og svo er Myspace. Það eru líka allir þar. Ekki bara öryrkjar og atvinnuleysingjar heldur bara venjulegt fólk, og reyndar líka mjög óvenjulegt fólk.

Jæja, ég ætla ekki að eyða meiri tíma í þetta. Eins og ég hef alltaf sagt; þú ert ekki til fyrr en þú ert til á internetinu.

Annars er ég að hugsa um að hætta þessu. Þetta er ekki ég.