fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Johnny Dangerously

Mér varð hugsað til myndarinnar Duplica..eitthvað með leikaranum þarna Micheal eitthvað. Ég man bara ekki akkúrat núna hvorki hvað myndin heitir né leikarinn. Hann lék Johnny Dangerously, sem er mjög fyndin mynd, að mig minnir. Allavega í Dupli..eitthvað þá hafð Michael rosalega mörgum hnöppum að hneppa, hann var alltaf að. Til þess að eignast einhvern frítíma fjölfaldaði hann sig. Hann lét afritin sín vinna fyrir sig allskonar verkefni sem hann þurfti að gera þannig að hann gæti eytt meiri tíma með fjölskyldunni sinni.

Ég var bara eitthvað að spá í þetta. Það er svolítið þannig hjá mér núna að þegar ég er spurð hvað ég sé að gera og ég segi satt þá setur fólk upp svip og spyr hvernig ég nái að samræma þetta allt. Ég hef alltaf sama tilbúna svarið: ég er sjúklega vel skipulögð.

Ég veit samt ekki hvort það myndi hjálpa að fá mér samt svona afrit eins og Michael gerði. Eftir smá vangaveltur um Michael og afritin þá hef ég komst að því að ég myndi ekki vilja láta afritin sjá um neitt af mínum verkefnum. Hvað ef þau myndu svo klúðra einhverju, segja eitthvað vitlaust eða gleyma einhverja mikilvægu. Ég treysti engum nema sjálfum mér. Jú nema hvað varðar bloggið mitt. Afritin mín mættu skiptast á að blogga fyrir mig. Þau myndu varla standa sig neitt mikið verr þar en ég.