fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Jólaboð

Mér þykir mjög vænt um hefðir. Mér finnst nýjungar ágætar, en ef nýjung er góð þá geri ég hana að hefð. Ég er núna farin að huga að hinu árlega jólaboði vinkvennanna á Görðunum. Þessi árlegi viðburður hefur alltaf slegið í gegn. Við fr. B erum farnar að huga að matseðlinum, skreytingunum, sparifötunum, gestalistanum og skemmtiatriðum.

Annars var það nú ekkert meira í bili.