Síðbúin Edda
Síðasta sunnudagskvöld horfði ég á Edduna á Ruv og hafði bara gaman að. Ómar Ragnarsson var valin sjónvarpsmaður ársins. Ástæða þess að ég er að spá í Edduna og sjónvarpsmann ársins viku seinna er að ég er að horfa á Kastljósið með Evu Maríu. Eva María er frábær sjónvarpskona og ætti í raun að hafa fengið þessi verðlaun. Það er mín skoðun að það ætti ekkert að hafa einhverja kosningu á netinu og leyfa öllum að kjósa. Það á bara að hafa samband við eina manneskju sem hefur vit á svona málum og fá þetta útkljáð. Þessi eina manneskja hefði til dæmis getað verið ég. Ég kaus á netinu eins og aðrir borgarar. Ég reyndar kaus ekki Evu Maríu, ég gleymdi henni. Ég kaus Sigmar Guðmundsson, eins og í fyrra. Hann er líka frábær sjónvarpsmaður.
<< Home