miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Tilkynning.

Sem sjálfskipaður formaður Rokkklúbbsins vil ég koma því á framfæri að klúbburinn er síður en svo dauður, ekki frekar en rokkið sjálft. Ég mun taka fram fyrir hendurnar á henni Auðbjörgu og sjá um skipulag næsta samkvæmis. Það er gert í fullu samráði við hana Auðbjörgu sjálfa, sem hefði samkvæmt tímaplani átt að vera næst í röðinni.

Ekki er komin nákvæm tímastening á næstu skemmtun, en ég geri ráð fyrir að hún verði haldin á bilinu 15.-24. des. Undibúningur skemmtiatriða er núþegar hafinn. Eitt af skylduverkum samkvæmisins verði að velja nýjan meðlim í klúbbinn.

Ég nota þennan vettvang til að koma þessari tilkynningu á framfæri vegna þess að ég veit að margar ykkar skoðið þessa síðu af og til. Sumar ykkar mættu vera duglegri við að koma með skemmtileg komment, en við ræðum það betur síðar.

Með kærri vinakveðju,
Margrét