þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Koddaslag?

Fröken B bauð mér í mat í gær. Hún bauð uppá hollan og góðan fisk. Þegar við sátum saman í sofanum eftir matinn, að horfa á unglingaþátt á Skjá einum, spurði fröken B mig af hverju við færum aldrei í koddaslag. Ég sagði henni að við gætum alveg farið í koddaslag einhverntímann, að mig langaði einmitt í koddaslag. Ég hef séð fólk í auglýsingum, unglingaþáttum og bíómyndum í koddaslag en hef aldrei prófað það sjálf. Þar sem ég er orðin það gömul að ég er um það bil dáin hef ég ákveðið að byrja að lifa lífinu til hins ítrasta. Ég hef því lofað sjálfri mér að fara í koddaslag áður en árið er á enda.