11 dagar til jóla
Laufabrauð
900 g hveiti
100 g rúgmjöl
1 tsk Royal ger
5 dl mjólk
1 dl rjómi
0.5 dl sykur
25-30 g smjör
1 tsk. salt
1 tsk. hjartasalt
Rúgmjöli, hveiti og geri er blandað saman í skál. Mjólkin er sett í pott ásamt smjöri, sykri og salti. Þetta er hitað að suðu og þá er rjóminn settur út í, potturinn tekinn af og hjartasaltið sett í. Vætt í þurrefnunum með mjólkinni sem freyðir og deigið síðan hnoðað.
<< Home