15 dagar til jóla
Núna veit dóttir mín sannleikann um jólasveinana. Hún mun samt sem áður setja skóinn útí glugga í ár. Hún er fyndin, hún virðist gleyma að ég veit að hún veit þannig að þessa dagana er hún alltaf að minnast á hvað væri frábært að fá í skóinn frá jólasveinunum. Í dag sagði hún: Stekkjastaur er uppáhalds jólasveininn minn, það væri frábært að fá Litlle pet shop frá honum.
Annars var ég að koma úr gæsapartýi. Gömul skólavinkona mín er að fara að gifta sig um áramótin. Þarna var hópur af hressum konum, sumar hef ég þekkt í 25 ár. Núna eru þær allar giftar. Giftar og hamingjusamar. Gift fólk er víst rosa hamingjusamt.
Jæja verð að fara, er að undirbúa blint stefnumót fyrir Bergþóru. Ef það gengur vel verð ég kannski að skipuleggja brúðkaupið hennar eftir nokkra daga.
Annars var ég að koma úr gæsapartýi. Gömul skólavinkona mín er að fara að gifta sig um áramótin. Þarna var hópur af hressum konum, sumar hef ég þekkt í 25 ár. Núna eru þær allar giftar. Giftar og hamingjusamar. Gift fólk er víst rosa hamingjusamt.
Jæja verð að fara, er að undirbúa blint stefnumót fyrir Bergþóru. Ef það gengur vel verð ég kannski að skipuleggja brúðkaupið hennar eftir nokkra daga.
<< Home