20 dagar til jóla
Og ég í jólaskapi eins og undanfarnar vikur. Í dag tók ég geisladisk með uppáhalds jólalögunum mínum með mér í spinning. Þegar ég bað spinningkennaran um að vera svo vinsamlega að leyfa okkur að hjóla við jóla tóna í dag hló hún bara og setti sína Ibiza tónlist í tækið. Þessi uppákoma náði þó ekki að koma mér úr jólastuði. Ég drakk þrjá bolla af heitu kakói í dag.
<< Home