mánudagur, desember 04, 2006

Sorry

21 dagur til jóla.

Sorry, ég gleymdi mér í gær. Í fyrradag skrifaði ég 24 dagar til jóla en það voru bara 23.

Ég keypti samt aðventukrans í dag. Fyrsti sunnudagurinn í aðventunni. Ég vil minna öll jólabörn þarna úti á að aðventan er heldur stutt þetta árið þar sem fjórði sunnudagurinn í desember er aðfangadagur. Ég mæli því með að allir noti hverja mínútu af því sem eftir er að þessari aðventu.

Á föstudaginn fagnaði ég fyrsta degi jólamánaðar með góðum vinkonum. Við buðum nýja konu velkomna í rokkklúbbinn með því að bjóða henni uppá rauðan jóladrykk úr álfabikar. Hún þáði ekki drykkinn. Þar sem hún er læknisfrú og næstum því læknir urðu engin áflog þegar hún afþakkaði boðið, við hinar létum bara eins og allt væri í himna lagi. Ég læt mynd fylgja af nýliðanum okkar sem við erum allar farnar að elska svo mikið.