þriðjudagur, desember 05, 2006

19 dagar til jóla

Fyrir þónokkru síðan fékk ég styrk frá Nýsköpunarsjóði og Vinnumiðlun ungs fólks til þess að þarfagreina og setja upp heimasíðuna sjalfbodalidi.is. Í kvöld var síðan opnuð við hátíðlega athöfn í Hinu húsinu.

Hlutverk sjálfboðamiðstöðvarinnar, sjalfbodalidi.is, er í fyrsta lagi að vera miðlun á milli þeirra sem hafa áhuga á að vinna sjálfboðavinnu og þeirra félaga og félagasamtaka sem þurfa á sjálfboðaliðum að halda. Eins verður hægt að finna á vefnum allar upplýsingar um sjálfboðið starf, allt sem fólk sem hefur áhuga á sjálfboðastarfi þarf að vita.

Að mínu mati ættu allir að vinna sjálfboðastarf af og til. Að láta gott af sér leiða með því að vinna ólaunað starf í þágu góðs málefnis gerir fólk að betra fólki. Sjálf hef ég unnið sjálfboðastörf og ég er mjög góð, jafnvel betri en flestir.

Maðurinn sem átti hugmyndina af þessu og varð til þess að þessi vinna hófst heitir Gaukur og er Úlfarsson. Gaukur er án efa mjög góður maður.

Ég er enn í jólaskapi.

www.sjalfbodalidi.is