19 dagar til jóla
Fyrir þónokkru síðan fékk ég styrk frá Nýsköpunarsjóði og Vinnumiðlun ungs fólks til þess að þarfagreina og setja upp heimasíðuna sjalfbodalidi.is. Í kvöld var síðan opnuð við hátíðlega athöfn í Hinu húsinu.
Hlutverk sjálfboðamiðstöðvarinnar, sjalfbodalidi.is, er í fyrsta lagi að vera miðlun á milli þeirra sem hafa áhuga á að vinna sjálfboðavinnu og þeirra félaga og félagasamtaka sem þurfa á sjálfboðaliðum að halda. Eins verður hægt að finna á vefnum allar upplýsingar um sjálfboðið starf, allt sem fólk sem hefur áhuga á sjálfboðastarfi þarf að vita.
www.sjalfbodalidi.is
<< Home