18 dagar til jóla
Eins og allir sem þekkja mig vita þá er ég rosa massi. Ég hef einmitt stundum verið kölluð Magga massi. Ég mæti í reglulega í ræktina þannig að ég þarf ekkert að taka mig á á nýju ári eins og svo margir aðrir sem ég þekki. Ég hitti einmitt tvær konur í gær. Þessar tvær konur fara ekki í reglulega í ræktina. Önnur þeirra mætir í íþróttaskóla barnanna einu sinni í viku, labbar stundum úti Melabúð og gerir örsjaldan jógaæfingar. Hin gerir ekkert held ég. Hún reyndar vinnur uppá Geðdeild og hlýtur því að taka pínu á þegar hún tæklar sjúklingana sem eru víst stundum með geðveik læti. Ég ætla að mæla með því að þessar tvær geri það að sínu áramótaheiti að mæta með mér í ræktina. Ég byrjaði aðeins í gær á að fara yfir mjög mikilvæg atriði sem maður þarf að hafa á hreinu. Til dæmis er mikilvægt að vera með ræktarlínkóið svolítið á hreinu. Þetta er eitthvað sem ég hef lært á þeim fjöldamörgu árum sem ég hef stundað ræktina. Fyrst um sinn hafði ég ekki hugmynd um hvað væri viðeigandi að gera eða segja í ræktinni. Ég til dæmis vissi ekkert hvort það mætti yfirleitt tala við hitt ræktarfólkið. Ég ætla að láta nokkrar setningar sem þykja við hæfi að segja við fólk sem maður hittir í ræktinni:
- Ef þú heldur þessu svona áfram verð ég bara að skrá þig í fitness keppnina
- Má ég fá sopa af próteinshakenum þínum?
- Koma svo!
- Hvað tekurðu í bekk?
- Hvað, bara í þrusu formi?
- Hey, gleymdirðu ekki að setja eitthvað á stöngina?
- Flottur búningur
- Á að taka á því í dag?
- Shit hvað þú ert orðin/n hrikaleg/ur
- Alltaf í ræktinni?
<< Home