mánudagur, desember 11, 2006

13 dagar til jóla

Ég mun eiga erfitt með að festa svefn í nótt. Stekkjastaur kemur til byggða. Ef ég þekki hann rétt mun hann ekki láta sér nægja að setja í skó dóttur minnar. Ó nei. Í fyrra sagði ég bara við hann: hingað og ekki lengra, ég er vinnandi kona og þarf að sofa á nóttinni.

Nei nei, ég ætti kannski að hætta þessu rugli með jólasveinana þar sem dóttir mín hefur séð í gegnum þetta plott. Þrátt fyrir að hafa haft ánægju af jólasveinunum í fyrra finnst henni gott að vita sannleikann. Núna þykist hún nákvæmlega vita hvernig hún eigi að koma óskum sínum á framfæri, þetta var allt svolítið óljóst áður. Hún spurði mig t.d. um helgina hvort hún ætti ekki bara strax að skrifa upp óskalista. Skrifa niður 13 hluti sem hana bráðvantar þannig að við þyrftum ekki að spá í þetta meira. Ég sagðist vera þakklát fyrir hugulsemina en þess mynd samt ekki gerast þörf.

Góða nótt