föstudagur, desember 15, 2006

9 dagar til jóla

Fyrir langa löngu hannaði ég minn eigin jóladrykk. Þennan drykk drakk ég þó nokkuð af í desember mánuði í nokkur ár. Stundum drakk ég hann líka aðeins fram í janúar, svona sirka fram að þrettándanum. Þann 12. mars 2001 hætti ég svo að drekka kolvetnisríka drykki og hef því ekki drukkið jóladrykkinn minn síðan. Stundum í desember sakna ég jóladrykkjarins en það varir yfirleitt aðeins stutt. Ég hef tekið þá ákvörðun að birta uppskriftina hér því mér finnst mikilvægt að aðrir fái að njóta drykkjarins þrátt fyrir að ég sjálf geti ekki lengur gert það.

Jóladrykkurinn
Slatti af dökku rommi
Slatti af malibu
Dash af heitu kakói
Dash af rjóma

Verði ykkur að góðu