Jólin
Um miðnætti í gær lofaði ég sjálfri mér að borða aldrei aftur. Þetta matarboð mitt og frökenar B. fór alveg með mig. Ég reyndi að láta eins og ég væri hress og til í allt og malt þegar ég spilaði samkvæmisleiki við gestina. En það eina sem ég gat hugsað um var hvað ég er orðin rosalega feit. Ég var samt einu sinni alveg næstum því búin að gleyma hörmungum líkama míns þegar talið barst að stólpípu. Hver talar um stólpípu í jólaboði? Þegar talið barst svo að því að guð væri hluti af okkur öllum leið mér enn ver og óskaði þess að ég væri dáin. Nei nei, ég er nú bara að grínast núna. Geng aðeins of langt eins og mér er líkt. Ef ég held það út að fasta í fjóra sólahringa þá verð ég örugglega aftur hamingjusöm. Eða að breyta um viðhorf, það er nú einu sinni betra að vera feit en full. Og ekki er ég full í dag.
<< Home