þriðjudagur, desember 19, 2006

5 dagar til jóla

Ég og Bergþóra vorum að panta okkur miða á Þorláksmessutónleika Baggalútur. Víhíhíhí. Tónleikaferð okkar fr.B fyrir jól í fyrra var alveg hreint yndisleg, alveg einstaklega rómantísk.

Annars er búið að vera frekar skrítin stemmning á milli okkar síðan í kvöld, en ég geri ekki ráð fyrir öðru en að við verðum búnar að jafna okkur á Þorláksmessu. Málið er að við fórum í piparkökuátskeppni í dag. Ég borðaði miklu meira af piparkökum en Bergþóra og ætti þess vegna að hafa unnið. Bergþóra segir hins vegar að ég hafi svindlað. Síðan hvenær hefur verið bannað að kasta upp í piparkökuátskeppni?