Post jól
Oft segi ég; lífið gæti ekki verið betra. En akkúrat núna gæti það reyndar verið aðeins betra. Ef ég væri með góða mynd til þess að horfa á væri það eflaust aðeins betra. Myndin þyrfti ekki einu sinni að vera góð. Bara svona ágæt það væri nóg.
Í kvöld var óvissuferð hjá kvennahóp sem ég er í. Þetta er mjög skemmtilegur hópur. Flestum þessara kvenna kynntist ég á fyrsta árinu mínu uppí H.Í.. Það hefur svona verið að bætast í hópinn. Núna erum við allskonar konur sem eigum það eiginlega eitt sameiginlegt að þora að kalla okkur feminista.
Óvissujólaferðin okkar er nú árlegur viðburður. Ferðin endar á að jólatýpan er heimsótt. Enginn veit fyrirfram, nema sú sem allt skipuleggur eða fr. Andrea, hver jólatýpan er. Í fyrra var jólatýpan Ingólfur Guðbrandsson, í ár var það Ármann Reynisson. Skemmtilegur gaur.
<< Home