föstudagur, desember 29, 2006

Post jól

Oft segi ég; lífið gæti ekki verið betra. En akkúrat núna gæti það reyndar verið aðeins betra. Ef ég væri með góða mynd til þess að horfa á væri það eflaust aðeins betra. Myndin þyrfti ekki einu sinni að vera góð. Bara svona ágæt það væri nóg.

Ég fór í heimsókn í kvöld og drakk óvenju mikið kaffi. Drakk bara og drakk, eins og mér hefði aldrei verið boðið í frítt kaffi áður. Þetta kaffi var reyndar alveg svakalega gott.

Í kvöld var óvissuferð hjá kvennahóp sem ég er í. Þetta er mjög skemmtilegur hópur. Flestum þessara kvenna kynntist ég á fyrsta árinu mínu uppí H.Í.. Það hefur svona verið að bætast í hópinn. Núna erum við allskonar konur sem eigum það eiginlega eitt sameiginlegt að þora að kalla okkur feminista.

Óvissujólaferðin okkar er nú árlegur viðburður. Ferðin endar á að jólatýpan er heimsótt. Enginn veit fyrirfram, nema sú sem allt skipuleggur eða fr. Andrea, hver jólatýpan er. Í fyrra var jólatýpan Ingólfur Guðbrandsson, í ár var það Ármann Reynisson. Skemmtilegur gaur.

En allavega. Ég leigði mynd á leiðinni heim þar sem mig grunaði að ég ætti ekki eftir að geta sofnað. Ég valdi mynd sem ég vissi að væri ekkert spes. Ég vissi hins vegar ekki að hún væri svo óþolandi að það væri ómögulegt að horfa á meira en fyrstu fimm mínúturnar af henni. Even Cowgirls get the Blues var leiðinlegasta mynd sem ég hafði horft á en núna er You, Me and Dupree sú leiðinlegasta, ég reyndar hef ekki horft á hana.

Kannsk ég horfi á músik vídeo.