miðvikudagur, apríl 04, 2007

Lífið

Það er síður en svo vandalaust að lifa í þessari veröld. Á degi hverjum þarf ég að taka ákvarðanir. Þessar ákvarðanir mína geta breytt allri minni framtíð, haft örlagaríkar afleiðingar. Ákvarðanir sem ég á erfitt með að taka þessa stundina er til að mynda hvar ég eigi að blogga, hvort ég eigi að blogga, í hverju ég eigi að fara í vinnuna á morgun og hvort ég eigi að spila einn kapal eða bara fara að sofa.

mánudagur, mars 26, 2007

Test

prufa

föstudagur, desember 29, 2006

Post jól

Oft segi ég; lífið gæti ekki verið betra. En akkúrat núna gæti það reyndar verið aðeins betra. Ef ég væri með góða mynd til þess að horfa á væri það eflaust aðeins betra. Myndin þyrfti ekki einu sinni að vera góð. Bara svona ágæt það væri nóg.

Ég fór í heimsókn í kvöld og drakk óvenju mikið kaffi. Drakk bara og drakk, eins og mér hefði aldrei verið boðið í frítt kaffi áður. Þetta kaffi var reyndar alveg svakalega gott.

Í kvöld var óvissuferð hjá kvennahóp sem ég er í. Þetta er mjög skemmtilegur hópur. Flestum þessara kvenna kynntist ég á fyrsta árinu mínu uppí H.Í.. Það hefur svona verið að bætast í hópinn. Núna erum við allskonar konur sem eigum það eiginlega eitt sameiginlegt að þora að kalla okkur feminista.

Óvissujólaferðin okkar er nú árlegur viðburður. Ferðin endar á að jólatýpan er heimsótt. Enginn veit fyrirfram, nema sú sem allt skipuleggur eða fr. Andrea, hver jólatýpan er. Í fyrra var jólatýpan Ingólfur Guðbrandsson, í ár var það Ármann Reynisson. Skemmtilegur gaur.

En allavega. Ég leigði mynd á leiðinni heim þar sem mig grunaði að ég ætti ekki eftir að geta sofnað. Ég valdi mynd sem ég vissi að væri ekkert spes. Ég vissi hins vegar ekki að hún væri svo óþolandi að það væri ómögulegt að horfa á meira en fyrstu fimm mínúturnar af henni. Even Cowgirls get the Blues var leiðinlegasta mynd sem ég hafði horft á en núna er You, Me and Dupree sú leiðinlegasta, ég reyndar hef ekki horft á hana.

Kannsk ég horfi á músik vídeo.

fimmtudagur, desember 28, 2006

Og aftur guði sé lof

Á mbl í dag

Jólaútsalan hjá Harrods í London hófst í morgun klukkan níu og var það bandaríska leikkonan Eva Longoria sem opnaði útsöluna.

Hvergi kemur fram á mbl hver opnaði Dressmann útsöluna.

Guði sé lof

Dressmann útsalan er núna í fullum gangi

miðvikudagur, desember 27, 2006

Jólin

Um miðnætti í gær lofaði ég sjálfri mér að borða aldrei aftur. Þetta matarboð mitt og frökenar B. fór alveg með mig. Ég reyndi að láta eins og ég væri hress og til í allt og malt þegar ég spilaði samkvæmisleiki við gestina. En það eina sem ég gat hugsað um var hvað ég er orðin rosalega feit. Ég var samt einu sinni alveg næstum því búin að gleyma hörmungum líkama míns þegar talið barst að stólpípu. Hver talar um stólpípu í jólaboði? Þegar talið barst svo að því að guð væri hluti af okkur öllum leið mér enn ver og óskaði þess að ég væri dáin. Nei nei, ég er nú bara að grínast núna. Geng aðeins of langt eins og mér er líkt. Ef ég held það út að fasta í fjóra sólahringa þá verð ég örugglega aftur hamingjusöm. Eða að breyta um viðhorf, það er nú einu sinni betra að vera feit en full. Og ekki er ég full í dag.

mánudagur, desember 25, 2006

363 dagar til jóla

Nei djók.


föstudagur, desember 22, 2006

2 dagar til jóla

Alveg hreint ótrúlega gaman allt. Ég er löngu búin að kaupa allt sem þarf að kaupa en ég hangi samt til skiptist í Smáralindinni og Kringlunni bara til að upplifa stemmninguna.