fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Próf

Er í próflestri og því ekki við.

föstudagur, nóvember 12, 2004

Fréttablaðið.

Ég var eitthvað að spá í þessu með íslenska fjölmiðla. Það hefur svo oft farið í taugarnar á mér hvernig ástandið er. Mér hefur þótt Stöð 2 og Skjár 1 vera blanda af lágmenningarveislu, D.V. hefur í mínum huga verið skrifað af og lesið af einhverju ógæfufólki, og fyrir nokkru var ég að spá í að hringja í Fréttablaðið og biðja þá um að hætta að dreifa því frítt í lúguna mína(reyndar orðið svolítið langt síðan). Allavega, þá finnst mér Fréttablaðið bara orðið nokkuð gott fréttablað, og mér er eiginlega alveg sama í dag hver á það. Fyrir utan vandaðan fréttaflutning þá finnst mér alveg frábært að Jón Gnarr sé farinn að skrifa í dálkinn Bakþankar. Já svo er örugglega fullt í gangi á Stöð 2 og Skjá 1(reyndar Jói Fel frekar súr) sem er fínt.

Ég vil sjá einhver vísindaleg gögn sem segja nákvæmlega hversu mikið framboðið af ruslefni hefur áhrif á hugarfar fólks, og hversu mikið af ruslefni er í gangi vegna eftirspurnar. Sko eins og með McDonalds því meira sem maður borðar því meira vill maður, en ekki förum við að banna McDonalds. Fólk verður að fá að bera ábyrgð á eigin lífi. Annars er ég komin ég í einhverja vitleysu núna..er ekki í nógum góðum gír núna til þess að klára þetta.

Já og by the way, auðvitað ber ég virðingu fyrir kennurum. Þetta var sagt í hita leiksins. Ég ber virðingu fyrir öllu fólki, þannig kona er ég.


mánudagur, nóvember 08, 2004

Kennarar vilja virðingu.

En fá enga frá mér í dag.

föstudagur, nóvember 05, 2004

Gaman saman

Mér fannst rosalega gaman í gær. Rokkklúbburinn hittist heima hjá Möggu St., en samt ekki í nýja húsinu sem hún var að kaupa hún fær það ekki fyrr en í janúar. Næsta sumar ætla ég að hanga í einbýlishúsinu hennar Möggu alla daga, og biðja hana um að setja pott í garðinn þannig að ég geti haft það verulega notalegt þar.
Nei en í gær var já einmitt rosa gaman, og mér finnst þessar stelpur sem eru í þessu gengi alveg frábærar. Sumar pínu klikk reyndar. Gaman þegar stelpur fara í einhvern ham og missa sig alveg í að opna sig. Auja hefði þó mátt vera aðeins hressari, en allt í lagi svo sem. Hún kom með góðan ís.
Ég mun aldrei segja söguna af spænska tígrisdýrinu aftur, sem er allt í lagi því Begga Gísla kann hana utan af.

Mr.B.

Ég sakna kærasta míns.
Ef fjarlægðin gerir fjöllin blá ætli hún geri kærasta minn þá ekki bláan líka? Ég á bláan kærasta, sem ég vildi að væri hér. Svo hættir hann kannski að vera blár þegar hann kemur til mín. Sem er bara gott því ég vil hvort sem er ekkert eiga bláan kærasta. Það er heldur ekki til grænna gras.

Þegar ég fer að vinna á laugardaginn ætla ég að senda kærastanum mínum ástar og saknaðar kveðjur, kannski læt ég stuð kveðju fylgja líka með.

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

America Next Top Model.

Fleiri vinkonur mínar en mig hefði grunað horfa á þáttinn America next top model á Skjá einum. Þetta kemur mér á óvart, ef ég myndi horfa á þennan þátt þá myndi ég aldrei aldrei aldrei segja frá því. Sko, meira að segja spurði ein vinkona mín mig hvort hún ætti að koma í heimsókn með ís þannig að við gætum horft saman á þáttinn. GLÆTAN. Ég vil helst ekki nefna nein nöfn hér en vinkona mín með ísinn heitir sama nafni og ég, og hún er ekki Steingrímsdóttir, og er að safna vatni í líkama sínum um þessar mundir.
Mikið rosalega er Jay Leno leiðinlegur þáttur, sem er gott því ég þarf að skrifa ritgerð.

Matarboð.

Ja hérna hér, segi ég nú bara.
Það er eitt mál sem ég verð bara að skrifa um.
Við María dóttir mín tókum þá ákvörðun að halda smá matarboð í kvöld. Við buðum ekkert mörgum, bara tveimur nágrannakonum okkar. Allavega, þá hef ég bara aldrei vitað annað eins, sumir kunna sig bara ekki. Í fyrsta lagi þá var önnur þeirra byrjuð að borða áður en maturinn var tilbúinn(gerði ítalskar kjötbollur), sú sama fór svo með puttana ofan í vatnsglas dóttur minnar til þess að sækja sér klaka(eins og hún hefði ekki bara getað beðið um fleiri klaka í sitt glas), í þriðja lagi þegar ég svo bar fram eftirréttinn neitaði önnur(alltaf sama manneskjan) að borða það sem ég hafði sett í skál sérstaklega fyrir hana en vildi endilega borða okkar. Í fjórða lagi þá var hún alltaf eitthvað að gera lítið úr mér(gestgjafanum) með því að grípa fram í þegar ég var að reyna að halda upp einhverjum samræðum. Þetta er ekki búið! Þegar svo fer að líða á kvöldið fer önnur þeirra eitthvað að fækka fötum, og ég veit ekki fyrr en hún er komin úr öllu(þetta er satt) og er bara eitthvað að ganga um heimilið mitt eins og ekkert sé eðlilegra. Hvað get ég sagt ég fékk nóg, ég reyndi að benda allsbera gesti mínum kurteisislega á það að þetta væri ekki alveg málið, en hún þóttist ekki heyra í mér. Eftir vandræðilegt kvöld fóru þær svo heim.
Ég meina, finnst ykkur skrítið að mér hafi liðið eins kjána?

Rokk á fimmtudaginn.

Minni á rokkklúbb næstkomandi fimmtudagskvöld. Meira um það seinna.

mánudagur, nóvember 01, 2004

Margrét Valdimarsdóttir Hf.

Ástæðan fyrir því að ég hef ekki skrifað neitt undanfarið er mjög einföld. Ég hef verið upptekin við að starta nýju fyrirtæki. Já ég ákvað að skella mér í buisness. Ég er að stofna ráðgjafa fyrirtæki. Ég er ekki alveg búin að finna nafn ennþá, en það eru þó nokkur sem koma til greina; Ráð og með því, Ráðgjöf Margrétar, Magga V. gefur góð ráð, Ráð og frelsi, Hamingja, Alhliða ráðgjöf, Allt ráðgjöf.

Ég er ekki alveg viss, þið kannski getið komið með ykkar tillögu á nafni á fyrirtækið ef þið viljið(ég borga samt ekkert fyrir það).

Ok frábært, veit einhver hvar ég get fengið góða gráa dragt?