Ég var eitthvað að spá í þessu með íslenska fjölmiðla. Það hefur svo oft farið í taugarnar á mér hvernig ástandið er. Mér hefur þótt Stöð 2 og Skjár 1 vera blanda af lágmenningarveislu, D.V. hefur í mínum huga verið skrifað af og lesið af einhverju ógæfufólki, og fyrir nokkru var ég að spá í að hringja í Fréttablaðið og biðja þá um að hætta að dreifa því frítt í lúguna mína(reyndar orðið svolítið langt síðan). Allavega, þá finnst mér Fréttablaðið bara orðið nokkuð gott fréttablað, og mér er eiginlega alveg sama í dag hver á það. Fyrir utan vandaðan fréttaflutning þá finnst mér alveg frábært að Jón Gnarr sé farinn að skrifa í dálkinn
Bakþankar. Já svo er örugglega fullt í gangi á Stöð 2 og Skjá 1(reyndar Jói Fel frekar súr) sem er fínt.
Ég vil sjá einhver vísindaleg gögn sem segja nákvæmlega hversu mikið framboðið af ruslefni hefur áhrif á hugarfar fólks, og hversu mikið af ruslefni er í gangi vegna eftirspurnar. Sko eins og með McDonalds því meira sem maður borðar því meira vill maður, en ekki förum við að banna McDonalds. Fólk verður að fá að bera ábyrgð á eigin lífi. Annars er ég komin ég í einhverja vitleysu núna..er ekki í nógum góðum gír núna til þess að klára þetta.
Já og by the way, auðvitað ber ég virðingu fyrir kennurum. Þetta var sagt í hita leiksins. Ég ber virðingu fyrir öllu fólki, þannig kona er ég.