mánudagur, maí 23, 2005

Ekkert sérstakt.

Ég lét mig hafa það og keypti mér líkamsræktarkort í Laugum. Þetta er risa stórt, allt til alls. Nú get ég eydd öllum mínum frítíma þarna, þarf samt fyrst að kaupa mér svona líkamsræktarbúning eins og allir eru í.

Á föstudaginn sá ég Mugison á tónleikum. Mér líkar vel við tónlist Mugison, svo er hann alveg einstaklega skemmtilegur á sviði.

Á laugardaginn fór ég í útskriftarveislu til Gunnýjar. Það var nú meira fjörið. Gunný var sæt með hvíta húfu. Þetta var merkilegur áfangi, en alveg orðinn tímabær finnst mér.

Í gærkvöldi var vídeokvöld hjá mér og Ingu Láru. Við leigðum fallega mynd sem heitir The Notebook, og grétum saman. Það er gott að gráta með Ingu.

fimmtudagur, maí 19, 2005

Aðferðarfræði.

Í dag fór ég á fund með magaskurðlækni(yfirlækni), geðlækni og Allý. Þetta var mjög áhugaverður fundur. Þegar við Allý komum á staðinn tók á móti okkur læknir með brúna fótleggi á nærbuxunum. Hann var ekkert sérlega dónalegur, reyndi ekkert að láta okkur koma við sig eða neitt svoleiðis. Hann var bara að fara í hjólabuxurnar sínar, ætlaði að hjóla heim. Mér fannst smart þegar einn læknir sagði við annan; þetta er Margrét hún er tölfræðingur.
Allý er að gera einhverja mjög flotta læknarannsókn og bað mig um að sjá um tölfræðina. Ég er búin að vera að skoða þetta með henni og nú sé ég eftir að hafa ekki farið í læknisfræði, þetta virkar ekki mikið mál. Svo var líka stuð á spítalanum, ég væri góður læknir í fínum hvítum slopp alltaf í stuði. En ég fór í félagsvísindi en Allý í læknisfræði þess vegna verður Allý rík en ekki ég. Peningar eru reyndar ekki allt, Ally mun t.d. þurfa að vinna í slopp ég get, ef ég vil, unnið í svörtm latex galla.
Það er gaman að búa yfir þekkingu sem einhver þarf á að halda. Mér líður vel þegar fólk leitar til mín vegna sérþekkingu minnar, sem er mikil. Svo þurfti ég reyndar að leita til Auju varðandi nokkur atriði, því hún býr yfir þekkingu sem ég hef ekki. Auju hlýtur að líða vel.
Nú þarf ég að fara að fara ráða fram úr þessu, takk og bless.

fimmtudagur, maí 12, 2005

Hólmar fjarðarfok.

Ég skil nú ekki allt þetta fjarðarfok varðandi þá mynd sem Svanhildur Hólm átti að hafa gefið af íslenskri þjóð í þætti Opruh(eretta ekki skrifað svona?). Mér fannst hún bara vera landi og þjóð til sóma eins og einhver sagði.
Svo vil ég nú bara nota þetta tækifæri, afþví ég er hér, til að minna hluta af lesendum á rokkið annað kvöld hjá Ingu.
Já einnig langar mig að segja ykkur einhleypu örvæntingarfullu konum þarna úti frá því að staðurinn í dag er víst Melabúðin. Allt að gerast þar.
Þegar ég les yfir þessa bloggfærslu mína þá geri ég mér grein fyrir því að ég er bara að blogga til að blogga. Djöfull er það ömurlegt. Mig langar að deyja.

mánudagur, maí 09, 2005

Alltaf á rúntinum.

Ég gafst upp á því að vera kommúnisti og fyllti því nýja fína bílinn minn af bensíni.

sunnudagur, maí 08, 2005

Fallegasti texti sem hefur verið saminn.

I don't believe in an interventionist God
But I know, darling, that you do
But if I did I would kneel down and ask Him
Not to intervene when it came to you
Not to touch a hair on your head
To leave you as you are
And if He felt He had to direct you
Then direct you into my arms
Into my arms, O Lord
Into my arms, O Lord
Into my arms, O Lord
Into my arms
And I don't believe in the existence of angels
But looking at you I wonder if that's true
But if I did I would summon them together
And ask them to watch over you
To each burn a candle for you
To make bright and clear your path
And to walk, like Christ, in grace and love
And guide you into my arms
Into my arms, O Lord
Into my arms, O Lord
Into my arms, O Lord
Into my arms
And I believe in Love
And I know that you do too
And I believe in some kind of path
That we can walk down, me and you
So keep your candlew burning
And make her journey bright and pure
That she will keep returning
Always and evermore
Into my arms, O Lord
Into my arms, O Lord
Into my arms, O Lord
Into my arms

föstudagur, maí 06, 2005

Viðskiptabrot(White Collar Crime).

Ég hef fengið mig fullsadda af því að það sé verið að ljúga að mér alla daga. Ég er búin með afbrotafræði í Háskóla Íslands og er þess vegna mjög meðvituð um það þegar það er verið að brjóta á mér. Ég er hér að benda á brot varðandi auglýsingar. Það er löglegt að auglýsa vörur þannig að þær séu sýndar í sínu besta ljósi(og er mjög skynsamlegt). Það er löglegt að líkja vöru við einhverja fantasíu, það er t.d. löglegt að sýna konu taka á loft og byrja að fljúga eftir að hún hefur borðað eitthvað sem á að vera rosalega gott. En það er gjörsamlega ólöglegt að segja í auglýsingu að vara innihaldi eiginleika sem framleiðandi gerir sér grein fyrir að hún gerir ekki. Eftir að hafa séð það í auglýsingu varðandi að það sé nóg að sprauta Cillit Bang hreinsiefni á erfiða bletti á flísum og öðru og þurka létt af keypti ég einn brúsa. Þetta virkar bara ekkert þannig, ég er búin að sprauta og skrúbba og sturtubotnin heima er ekkert eins og nýr. Ég ætti að kæra.

fimmtudagur, maí 05, 2005


Þetta er yndislegt.