Það er mitt mat að það sé tímabært að færa ykkur svarið. Þetta er auðvitað hið eina rétta svar.
Sannleikurinn er sá að það er enginn
einn algildur tilgangur með þessu lífi. Nú gæti einhver spurt; er líf mitt þá tilgangslaust? Nei auðvitað ekki, ekki nema að þú veljir það sjálf/ur. Tilgangurinn í mínu lífi þarf ekki að endurspegla eða eiga neitt sameiginlegt með tilganginum í lífi næstu manneskju. Við þurfum ekki að fara á hugleiðslu námskeið, lesa heimsspekibækur, tala við andlega sinnað fólk eða annað slíkt. Það eina sem að við þurfum að gera er að taka ákvörðun, við þurfum sjálf að ákveða hver tilgangurinn í okkar lífi er. Það sem að er ennþá skemmtilegra er að við getum skipt um skoðun hvenær sem er. Tilgangurinn í lífi mínu í gær var allt annar en hann er í dag. Þannig að það eru margir tilgangar ekki bara tilgangur.
Þannig að það má eignlega segja að þrátt fyrir að engin lesandi bloggsíðu minnar hafi komið með rétt svar þá hafi í raun allir samt komið með rétt svar.
Þegar ég, í komment svörum mínum, sagði að ykkar ágiskanir væru ekki réttar var það auðvitað ekki í samræmi við þetta svar mitt. En það er góð og gild ástæða fyrir því, ég vildi að þið mynduð leita innávið og reyna að finna ykkar tilgang. Þannig að ykkar svör eru auðvitað öll fullkomlega rétt, fyrir ykkur.
Varðandi veglegu verðlaunin, þá eru þau einfaldlega sú að tilgangur lífs míns í dag er að vera góð við þá sem að verða á vegi mínum. Það eru bestu verðlaun sem að ég get veitt ykkur, öllum í alheiminum. Ef að einhverjum lesanda finnst þetta púkaleg verðlaun og vill eitthvað í formi einhvers hlutlægs þá segi ég bara við þann einstakling; æji þegiðu!
Mér þykir leiðinlegt að þurfa að vera sú sem að segir ykkur það að það er enginn að koma til þess að bjarga ykkur, þið verðið að gera það sjálf.
Ykkar að eilífu,
Margrét