föstudagur, júní 30, 2006

Liðagigt

Jahérnahér! Þetta er nú alveg kostulegt. Einhver gæti haldið að ég hafi ekki bloggað undanfarið vegna þess að ég lifi svo innihaldssnauðu lífi, en svo er ekki, og hvorki tímaskortur né leti hafa haft eitthvað með þetta að gera. Orsökin er einföld, nefnilega liðagigt. Ég hef haft svo hræðilega liðagigt í fingrunum þannig að ég hef ekki getað skrifað eitt einasta orð. Margoft hef ég sest niður fyrir framan tölvuna með alveg hrent frábæra sögu að segja frá, en þá er það alltaf það sama sem að stoppar mig, liðagigtin. Nú er ég á nýjum gigtarlyfjum sem virka ágætlega, en við skulum nú samt sjá hvað þetta dugir. Annars er fínt af mér að frétta, allt svo sem eins og það var fyrir liðargigtina. Ég bý ennþá hér í höfuðborginni, vinn enn hér á rannsóknarstofunni, er enn í sérbúð, á ekki vona á barni og er alltaf jafn rosalega hress.

þriðjudagur, júní 13, 2006

Stundum langar mig að segja;

Women are from earth, men are from earth, get over it!

(ætli ég myndi ekki samt bara segja þetta á íslensku)

mánudagur, júní 12, 2006

bloggbloggbloggbloggblogg

Einu sinni fyrir langa löngu þótti mér mánudagar ekkert spes dagar. Í dag eru mánudagar nálægt því að vera mínir uppáhaldsdagar. Ný vinnuvika hófst í morgun og þar sem að ég er ein af þeim sem að hef valið starfsgleði fremur en há laun, ég er samt ekkert á lélegum launum neitt, þá finnst er bara spennandi að hefja nýja vinnuviku. Reyndar er líka svo rosalega fín og góð kaffivél á vinnustaðnum mínum og það skiptir miklu máli. Ég hef ekki enn þorað að spyrja hvort að það séu einhver takmörk á því hvað má drekka marga kaffi á dag.

Á laugardagskvöldið fór ég í fimmtugsafmæli til gaurs sem að mér þykir frekar spes. Fyrir utan hvað það var erfitt að ákveða hvað ég ætti að gefa honum í afmælisgjöf þá var þetta stórfínt allt saman. Ég náði ekki alveg að sjá hvaða pakki var frá Ólafi Ragnari en ég ímynda mér að hann hafi gefið stærri gjöf en ég, eða að minnsta kosti dýrari. Ég skemmti mér konunglega en ekki samt eins mikið og dóttir mín sem að hafði aldrei áður séð súkkulaðigosbrunn.

Á föstudagkvöldið sá ég Ómen. Ég sá líka Ómen í gamla daga og fannst hún meira ógnvekjandi. Samt, ég var í upphafi myndarinnar eitthvað súr út í unglinga með unglingalæti í salnum en svo þegar ég sjálf fór að öskra eins og táningur ákvað ég að segja ekkert. Vá skrítið, ég verð eins og smástrákur stundum og öskra bara án þess að geta stjórnað því. Þetta gerist samt bara þegar að það koma svona ferlega skrítin atriði í myndum. Hversu mikið sem að ég ætla ekki að öskra þá bara öskra ég samt. Ég held að kærasti minn hafi skammast sín fyrir mig, hann færði sig samt ekkert. Já kærastinn minn sá ekki Ómen í gamla daga enda var hann ekki fæddur í gamla daga, en það er nú bara eins og það er. Hann er samt uppáhalds kærastinn minn.

Jæja þá er skyldubloggið mitt í dag komið. Ekki skil ég hvernig þessir vinir mínir sem að eru að blogga hafa eitthvað merkilegt að skrifa um daglega. Þessi færsla tók rosa á, samt er hún frekar dull. Siggi, Magga, Pétur og Allý blogga bara og blogga alla daga. Það er líka eitthvað að þeim. Svo eru þau líka einmanna, og frekar eigingjörn eða að minnsta kosti skrítin. Svo er ég líka sæt en þau ekki.

fimmtudagur, júní 08, 2006

Kvótið

"Málið er að ég vil ekki búa til skáldsögu, ég vil að veruleikinn sé skáldlegur"
Pétur Gunnarsson

þriðjudagur, júní 06, 2006

06.06.06

Frá því að ég vaknaði í morgun hef ég haft það á tilfinningunni að eitthvað ógurlegt, eða allavega óvenjulegt, eigi eftir að gerast í dag. Um leið og ég mætti í vinnuna byrjaði samstarfskona mín, sem er engin önnur en nágrannakona mína hún Oddný, að tala um að vera í deginum, að við þyrftum að lifa einn dag í einu. Skrítið. Helst vil ég loka augunum og vakna á morgun. Það væri ekki við hæfi. Hvað myndi fólkið í vinnunni halda um mig ef að ég segðist ætla að hætta fyrr í dag vegna þess að ég þyrfti að fara heim að sofa.

fimmtudagur, júní 01, 2006

1. júní 2006

Dauði Kanaútvarpsins er ekki það eina sem að gerðist merkilegt í dag. Ó nei. Í dag var fyrsti dagurinn minn á nýjum vinnustað. Ég er farin að vinna hjá Rannís, þetta leggst allt stór vel í mig. Ég hafði pínu áhyggjur af því að það væri kannski svona The Office stemmning, en svo er ekki. Ég er að vinna með skemmtilegu fólki, staðurinn er frábærlega staðsettur, ég er með fína skrifstofu með stórfínu útsýni og svo er auðvitað verkefnið sem að ég er að vinna virkilega spennandi.

Þar hafið þið það!