Vondur vírus (V.V.)
Ég hafði planað að eyða þessum sunnudagsmorgni í lestur. Ég ætlaði að fræðast meira um lýðfræði. Lýðfræði er eitt af mínum nýju áhugamálum. Nema hvað, ég gerði þau mistök að kveikja á sjónvarpinu. Það var verið að endursýna þátt Jón Ólafs. Mér til nokkurrar undrunar gat ég ekki fengið mig til þess að teygja mig í fjarstýringuna til þess að slökkva. Skemmtilegur þáttur. Það er verið að fjallað um tækni í tónlist. Pétur viðmælandi Jóns ræddi meðal annars um blogg og sagði frá því að hann ætti erfitt með að fara að sofa án þess að setja inn eina færslu. Svona er þetta einmitt líka hjá mér. Mér finnst ég þannig skuldbundin mínum fjölmörgu lesendum að ég blogga á hverjum degi, stundum oft á dag. Nema hvað, ég hef tekið eftir því að hér er ekki allt með feldu. Það virðist vera þannig að ca ein af hverjum 20 færslum sem ég skrifa birtist á síðunni. Ég hef skoðað þetta nánar og komist að því að það er vírus í tölvunni minni sem eyðir út færslum. Þessar eyðslur eru ekki háðar tilviljun, nei mér sýnist allar færslur sem vírusinn eyðir eiga það sameiginlegt að þær gætu mögulega sært siðferðiskennd lesenda. Það er eins og vírusinn sé að hafa vit fyrir mér. Skrítið.