fimmtudagur, september 30, 2004

Fimmtudagur.

Í dag er fimmtudagur 30.september, verkefni dagsins:
Morgunbæn og hugleiðsla
Læra aðferðarfræði hjá Jóni Gunnari
Prófa nýja uppeldisaðferð
Skoða slör
Vinna smá
Kaupa afmælisgjöf fyrir Nikolai
Gera 60 grindabotnsæfingar
Segja öllum sem ég hitti að þetta sé lygi með tvíburana
Kvöldbæn og hugleiðsla

þriðjudagur, september 28, 2004

Be careful what you wish for...

Það sem mér er efst í huga núna er setningin; Be careful what you wish for, it might come true. Eða farðu varlega í því hvað þú biður um þú gætir fengið það/það gæti ræst>fyrir ykkur sem ekki skiljið ensku.
Og já Auja er ágæt stelpa þrátt fyrir að hún sé alltaf í einhverju rugli. Ég bið ykkur vinsamlegast að vera ekki að dæma hana of hart.

föstudagur, september 24, 2004

Næturgalin(n).

Á morgun fer í loftið nýr útvarpsþáttur á Rás 2. Þátturinn heitir Næturgalin(n), og verður á dagskrá öll laugardagskvöld milli 22.00-02:00. Umsjónarmaður/kona þáttarins: Margrét Valdimarsdóttir.

fimmtudagur, september 23, 2004

Úti á stoppustöð.

Var að spá, það er núna ca eitt og hálf ár síðan að ég seldi bílinn minn. Ég hef verið bíllaus síðan. Ég bý við hliðin á skólanum mínum, ég er í tveimur aukavinnum önnur í 8 mínútna göngufjarlægð hin í ca 20 hjólafjarlægð. Ég hef reyndar ekki hjólað uppá Efstaleiti ennþá, tók leigubíl tvisvar þangað í vikunni. En svo var ég á stoppustöðunni í gær, og beið eftir 5unni í tæpan hálf tíma, og fór svo á rúntinn með strætó í 35 mín. Þetta var frekar súrt. Svo kemst ég aldrei í Bónus, og þarf þá frekar að versla í dýrustu búð landsins. Ég þarf eiginlega að kaupa mér bíl. En þá finnst mér ég vera að taka þátt í þessu neyslusamfélagi okkar. Ég hef alltaf talað um að það væri ekkert mál að taka strætó, en mér finnst ég orðin aðeins of góð fyrir það núna. Rúmlega þrítug kona með húfu, vettlinga og sígó á stoppustöðunni er ekkert smart.

miðvikudagur, september 22, 2004

Begga Gísla.

Ég hef gert hana Berglindi Gísladóttur persónulega ábyrga fyrir því að dóttir mín er ekki í skólanum í dag.

þriðjudagur, september 21, 2004

Verkfall.

Í dag leiðast mér íslenskir grunnskólakennarar. Kennarar vita greinilega ekki að peningar kaupa ekki hamingju. Það væri líka asnalegt að sjá kennara í pels, með demanta um hálsinn keyrandi um á bens.


þriðjudagur, september 14, 2004

Ný vinna.

Ástæðan fyrir því að ég er ekki að blogga meira er að ég er mjög upptekin kona, ég hef ekki alltaf tíma til að skrifa. Ég er samt hress og það er það sem máli skiptir.
Ég var að fá nýja vinnu með skólanum. Það er skrifstofustarf á lítilli notalegri skrifstofu sem er á Tjarnargötu 20. Þar hefðurðu það, og ekkert meir.

miðvikudagur, september 08, 2004

Klúbburinn.

Jæja stelpur, rokkklúbbur á fimmtudagskvöldið næsta. Mæting kl:20:30 á Kolbeinsmýri 6 (Seltjarnarnes), sem er heimili Gunnýjar. Sko hvað á svo að gera á eftir. Ég sjálf er ekki búin að sjá neitt sem mér finnst nógu smart fyrir okkur. Ég mæli með að við annað hvort verðum bara heima hjá Gunný eða jafnvel förum á Vegamót. Ekkert svo sem sérstakt að gerast á Vegamótum þetta kvöld en Vegamót er smart. Lásuð þið ekki viðtalið við Mínus þar sem þeir sögðu frá því að stelpurnar á Vegamótum stunduðu vændi. Ég er ekkert sérstaklega að mæla með því að við förum að stunda vændi, sjálf er ég hætt öllu slíku(komin í PA, eða prostitition anonymous). En þið sem eruð enn í stjórnleysi á þessu sviði getið alveg slett aðeins úr klaufunum, ég mun allavega ekki dæma ykkur fyrir það. Reyndar kom fram í þessu viðtali við þessa húðflúruðu rokkara að stelpurnar veittu kynlífsþjónustu fyrir kók. Stelpur það er örugglega hægt að fá Latte eða sódavatn með sítrónu í staðinn(svo mikill sykur í kóki). Ok en þið ráðið þessu náttúrulega sjálfar, við getum farið betur ofan í þetta á fimmtudaginn.

föstudagur, september 03, 2004

Þakklæti.

Stundum er ég rosa þakklát fyrir allt sem ég á og er. En stundum eins og t.d. núna er svo margt sem mig vantar. Það er ekkert sérstakt svo sem, en þú veist ef ég ætti nýtt dagkrem, bíldruslu (þannig að Bónusferðir mína væru skemmtilegri), einn auka dag í viku bara þannig að ég gæti klárað verkefni sem bíða, nýja úlpu, nýtt sófaborð, nýja stundatöflu í skólanum sem væri ekki full af götum, flottar græjur, myndi búa í stærri íbúð, nýjar gallabuxur, væri með síðara hár, auka 1oo þús á mánuði, stórt bað og stórt snickers þá væri ég hamingjusöm. Já svo vantar mig líka loforð um mjög bjarta framtíð. Ég ætla að fara að sofa.

fimmtudagur, september 02, 2004

Vika í næsta rokkklúbb.

Næsta fimmtudag er komið að því að við skvísurnar í Rokkklúbbnum hittumst í annað sinn. Næsti hittingur verður heima hjá Gunný. Ég hlakka mikið til, en svo verðum við að fara að finna eitthvað að gera þegar slúðrir tekur á enda. Finna einhverja tónleika eða eitthvað, við getum líka e.t.v. farið í bíó. Það eru amerískir indí dagar núna, er það ekki rokk? Hvað er ég að spyrja ykkur af því, ef einhver í klúbbnum veit hvað rokk er þá er það ég, hvort sem ég er væmin eða ekki.

Gaman saman.

miðvikudagur, september 01, 2004

Fyrsti skóladagurinn.

Ekki hjá Maríu heldur mér núna, og ég svaf yfir mig. Það gerði þó ekki mikið til. Eftir að ég hafði hlaupið með Maríu í skólan (hún náði að mæta á réttum tíma) hljóp ég uppí Árnagarð í stofu 301 í Fjölmiðlafræði. Sem betur fer bý ég við hliðin á háskólanum. Spáðu í ef ég ætti heima uppí Grafarvogi, það hefði verið ömurlegt að hlaupa þaðan í morgun. Já fyrsti tíminn var frekar hressandi, það var verið að fjalla um hvernig sama fréttin er sett upp á ólíkan hátt á milli fjölmiðla og við fengum skýrt dæmi. Einmitt, fjölmiðlar á Íslandi eru algerlega hlutlausir í sínum fréttaflutningi, right. Við spjölluðum svo aðeins um fjölmiðlafrumvarpið, en það verður farið betur í það næst. Ég veit ekki afhverju ég skrifa að við höfum verið að spjalla um eitthvað því engin sagði neitt nema kennarinn. En ég hef heyrt að það sé mikið rifist í þessu námskeiði. Æði, ég elska að rífast eða kannski ekki rífast en að rökræða eða stundum er líka bara gaman að rífast því þá er maður aðeins meira lifandi en venjulega. Allavega svo fór ég í Aðferðarfræði 3 sem er frábært fag, eða 1&2 voru það allavega. Þetta verður frábær vetur því ég fer líka í Stjórnmálafræði og Kenningar í félagsvísindum. Ég er í rosa skemmtilegu námi.