Stundum er ég rosa þakklát fyrir allt sem ég á og er. En stundum eins og t.d. núna er svo margt sem mig vantar. Það er ekkert sérstakt svo sem, en þú veist ef ég ætti nýtt dagkrem, bíldruslu (þannig að Bónusferðir mína væru skemmtilegri), einn auka dag í viku bara þannig að ég gæti klárað verkefni sem bíða, nýja úlpu, nýtt sófaborð, nýja stundatöflu í skólanum sem væri ekki full af götum, flottar græjur, myndi búa í stærri íbúð, nýjar gallabuxur, væri með síðara hár, auka 1oo þús á mánuði, stórt bað og stórt snickers þá væri ég hamingjusöm. Já svo vantar mig líka loforð um mjög bjarta framtíð. Ég ætla að fara að sofa.