miðvikudagur, mars 30, 2005

Bobby Fischer.

Var að gera mér grein fyrir því að ef ég er að reyna að líkjast hinum hefðbundnu bloggurum þarf ég að skrifa eitthvað um Bobby Fischer. Ok, nú gera fjölmiðlar úti í hinum stóra heima grín af okkur, og þeir sem gera ekki grín af okkur telja Íslendinga bara fífl.
Ég styð mannúðarstefnur, ég styð það þegar fólk lætur gott af sér leiða til þess að reyna að koma öðru fólki til hjálpar. Mér finnst að við Íslendingar ættum að gera meira af því, og hjálpa fólki sem meira segja kann ekki mannganginn í skák. Við gætum t.d. reynt að byrja á að koma betur fram við þá nýbúa(innflytjendur) sem þegar búa hér. Ég sá viðtal í sjónvarpinu í gær við fólk sem gat ekki leynt fórdómum sínum gagnvart nýbúum. Ung kona sagði t.d. alltaf "þetta" þegar hún var að tala um nýbúa, sagði eitthvað á þessa leið; já það er kannski allt í lagi að þetta sé hér en þetta verður þá líka að samlagast okkar menningu og læra tungumálið okkar, en þetta hangir bara svo oft saman og vill ekki vera hluti af okkur hinum.
Bobby Fischer hefur verið haldið án dóms og laga, sem er ekkert sérlega fallegt, og þá er allt í lagi að við gerum það sem við getum gert til að hjálpa. En að koma fram við manninn eins og einhverja stór stjörnu sem við höfum verið að bíða eftir að fá að hitta finnst mér frekar fáranlegt.
Fischer hefur skoðanir sem þykja ekki pólitískt réttar. En ég veit ekki, ættum við að vilja aðstoða fólk aðeins svo framarlega sem það hefur sömu skoðanir og við? Hvað er verið að draga kallinn í öll þessi viðtöl? Ég nenni ekki að heyra hvað hann hefur að segja um gyðinga. Það sem mér þykir einna mest athugarvert við það sem ég hef heyrt um hans mál undanfarið er að íslenskir stjórnmálamenn, m.a. Steingrímur J., afgreiða hann strax sem sjúkan mann. Getur verið að allt fólk sem hefur skoðanir sem okkur hinum finnst fáranlegar sé bara veikt? Næst þegar einhver er ekki sammála mér ætla ég að benda þeirri manneskju á það að hún sé veik og þess vegna sé ekki að marka eitt einasta orð sem frá henni kemur.

þriðjudagur, mars 29, 2005


Bergþóra nágranni. Posted by Hello

sunnudagur, mars 27, 2005

Páskar.

Ég er eiginlega eitthvað fáranlega hamingjusöm. Ekkert samt sem ég hef einhverjar stórar áhyggjur af. Þetta er allt innan svona skynsamra marka, eins og einhver myndi kannski orða það.

Í gær var ég líka mjög glöð, það var rosa gaman að vera til og ég fór að velta fyrir mér hvort að ég ætti að hafa samviskubit yfir því að vera svona glöð á föstudaginn langa. Er það við hæfi? Kannski að hið æðra fyrirgefi mér þar sem ég hef verið súr svo marga aðra daga á árinu, veit ekki hvernig þetta virkar nákvæmlega. Í gær fór ég í matarboð, á afmælishátíð, á tónleika í heimahúsi, í partý og á dansiball. Allt var þetta stórfínt. Nema partýið var svoltið súrt reyndar, en það var í rosa fínu húsi. Þegar ég var spurð að því hvers vegna ég væri svona róleg og ekki hressari áttaði ég mig á því að líklega ætti ég að vera einhvers staðar annars staðar en í þessu partýi(enda haldið uppí Breiðholti), ég fór því.

Stundum hef ég velt því fyrir mér hvernig standi á því að mér sé ekki boðið á stefnumót oftar, mér er eiginlega aldrei boðið á stefnumót. Mér hefur þótt líklegt að það sé vegna þess að ég daðra ekki. En svo var mér boðið á stefnumót í gær, og það var bara ekkert sérstakt. Gerði í raun ekkert sérstakt fyrir egoið, ekki eins og ég hafði búist við allavega. Mér fannst bara óþæginlegt að segja nei. Það er allavega alltaf verið að bjóða Beggu G. á stefnumót og hún virðist mjög hress. Auðvitað fer ég ekki á eitthvað stefnumót með einhverjum manni þar sem flestir karlmenn eru svín. Það er svona í mesta lagi einn sem er ekki svín, og það var ekki hann sem bauð mér á stefnumótið. Nei nei auðvitað eru karlmenn ekkert einhver svín. Svín eru bara svín að því að þau eru svín, og þá er allt í lagi að vera svín þ.a.s. ef maður/svín er svín. Þetta var bara svona grín sem rímar við svín. Frekar barnalegt kannski, en þar sem mér skylst að það sé einhver æskudýrkun í gangi hlýtur að vera í lagi að vera barnalegur stundum. Dóttir mín hefur gaman af svona rími, enda er hún mjög barnaleg.

Mér finnst smart að blikka. Eða, þegar einhverjum lýst vel á einhvern finnst mér að viðkomandi ætti að blikka. Ég er allavega svona kona sem fellur fyrir manni sem blikkar.

Hulda vinkona mín kom til mín í dag með páskaliljur. Mér finnst hún frekar frábær, hún er svona buisness kona sem veit rosa mikið. Stundum segir hún mér eitthvað sem er gott að vita.

laugardagur, mars 26, 2005

Gamalt og gott.

Ekki missa af því þegar ég fer aftur í tíman um nokkra áratugi og rifja upp hvað var að gerast í tónlistinni á sjöunda áratugnum. Elvis P., Bob Dylan, Neil Young, J. Cash, Bob Marley, Rolling Stones, Bítlarnir og allt hitt líka.

fimmtudagur, mars 24, 2005

...

Stundum þegar ég hef lokið við að skrifa eitthvað á þessa síðu líður mér hálf furðulega. Þessi tilfinning er furðu lík því sem ég man eftir að hafa upplifað þegar ég gekk út frá kvennsjúkdómalæknir einum fyrir nokkrum árum. Já svei, samt held ég áfram.

Blúshátíð í Reykjavík.

Núna stendur yfir Blúshátíð í Reykjavík. Í kvöld fór ég á tónleika á Hótel Borg. Þetta var alveg frábært. Alveg hreint yndisleg skemmtun. Kvöldið byrjaði á að tveir ungir Blúsdrengir, þeir Danni & Jón Ingiberg, tóku þrjú lög. Það var fínt. Þar næst tóku Hot Damn! lagið. Hot Damn! eru Smári "Tarfur" og Jenni úr Brain Police. Þeir voru hot! Þriðja bandið sem spilaði heitir Mood, og er svaka fínt íslenskt blúsband. Kvöldið endaði svo á KK og Grinder. Váááá. Þetta var sem sagt æðislegt kvöld.
Blúshátíðin er enn í gangi, það eru tónleikar annað kvöld á Nordica og svo á föstudagskvöldið í Fríkirkjunni. http://www.ruv.is/poppland
Ég fíla blús, það á vel við mig.

miðvikudagur, mars 23, 2005

Bridget.

Fór útá vídeoleigu í kvöld og leigði Bridget Jones: The Edge of Reason. Bridget er svona stelpa sem er alltaf að reyna að finna hamingjuna, hún tekur ákvarðanir á hverjum degi um að breyta um lífsstíl(hætta að reykja, byrja að hreyfa sig, borða hollan mat osfr.), hún á það til að hafa ekki hugmynd um dresscode sem eru í gangi þegar hún mætir í boð, hún segir hluti án þess að hugsa fyrst og flest hennar samskipti við karlmenn eru frekar misheppnuð. Mér finnst leiðinlegt að viðurkenna það, en þegar ég horfi tilbaka get ég ekki annað en fundið sjálfa mig í þessum karekter. Það sem mér finnst samt mest miður er að þegar Bridget klúðrar sínum málum er það bara krúttlegt en í mínu tilfellum hefur það alls ekki verið þannig.
Ég veit ekki, kannski að hennar klúður sé krúttlegt vegna þess að hún er karekter í bíómynd en ég ekki. Á endanum finnur Bridget hamingjuna, en það er svo sem ekki við öðru að búast þar sem hún er einmitt ekki til, þ.a.s. Bridget.

mánudagur, mars 21, 2005

Komin heim.

Ég kom reyndar heim á laugardaginn. Ég er nokkuð sátt við að þessu viku ævintýri skuli vera lokið, þrátt fyrir að það hafi verið gaman á meðan á því stóð.

Ég náði að skoða helling af hlutum í þessari höfuðborg Bandaríkjanna á viku.

Staðir sem ég heimsótti og/eða skoðaði;
Hvíta húsið(sem er minna en ég hélt að það væri), Þingið, utanríkisráðuneytið, Washington Post, íslenska ráðuneytið, bústað íslenska ráðuneytisins(og heimili Helga og Hebu ráðuneytishjóna í DC), National Puplic Radio, Helfarasafnið , nýja Indjánasafnið, World War 2 memorial, Vietnam memorial, Lincon memorial, Samtök Bills og Bob í DC, nokkrar verslanir og eitthvað fleira sem ég man örugglega ekki eftir í augnarblikinu. Allt var þetta áhugarvert og gaman að hafa skoðað. Mér fannst þó svoltið pínlegt að skoða Helfarasafnið sem að mínu mati hefur verið sett upp í Disneyworld anda.

Ég var þarna úti með ágætis hóp af fólki, en það var samt rosa gott að stinga liðið af og skoða borgina og fólkið ein.

Þessi borg er svoltið spes. Ein hæsta afbrotatíðni í Bandaríkjunum er í DC, enda rosa mikil fátækt og líka nánast hvergi eins mikið af peningum.

Allavega þá var þetta bara alveg ágætt, ég sá Gogga hvergi bregða fyrir en hitti illa lyktandi róna sem heimtaði að gefa mér fimm dollara(ég sagði fyrst “no thank you” en þá öskraði hann “take the money”) svo ég gæti keypt mér eitthvað fallegt í DC til að taka með heim til Íslands.

fimmtudagur, mars 10, 2005

The Swan.

The Swan á Skjá einum er þáttur sem engin ætti að láta framhjá sér fara. Núna t.d. er ég að horfa á gullfallega konu sem var einu sinni ljót, hún var líka ferlega óhamingjusöm. Hún var að segja frá því hversu slæmt hjónaband hennar hefur verið, hún hefur þó ekki viljað fara frá manninum sínum af ótta við að engin annar vilji hana. En nú geta allir tekið gleði sína á ný, eða kannski ekki kallinn hennar því nú er engin ástæða til að hanga með honum.
Allavega þá gæti ég skrifað helling um þennan þátt, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, en hef ekki tíma ég þarf að pakka. Á morgun fer ég til DC. Mér er alveg sama þrátt fyrir að það sé svipað veður þar og hér ég pakka samt stuttbuxum, það er bara eitthvað sem maður gerir.
Varðandi the Swan, þá hef ég þegar sent inn eina umsókn. Hún er reyndar ekki fyrir mig, enda fór ég í klippingu um daginn sem er alveg nóg í bili, heldur fyrir konuna sem sagði okkur að það væri alger vitleysa að reykja.

laugardagur, mars 05, 2005

Stevie Wonder.

Næturgalin(n) á Rás 2 í kvöld frá 22:10-02:00; Stevie Wonder.

föstudagur, mars 04, 2005

Mjög spennandi fréttir af mér.

Kona frá einum bankanna hringdi í dag, bauð mér kretidkort, hærri heimild, lægri vexti og almennt betri kjör ef ég væri til í að skipta. Ég gerði það og nú líður mér eins og ég hafi grædd hálfa milljón.

Ég fer til D.C eftir viku, var að skoða passan minn og tók eftir því að ég flaug síðast til Bandaríkjanna, til N.Y., 11. september. Sem er svo sem ekkert merkilegt, en fannst ég samt verða að koma því að. Það var reyndar árið 2000. Ég hlakka til að fara út, en er samt búin að vera að lesa um háa glæpatíðni í D.C, gerist varla neitt verra en þar, þannig að ég ætla ekki að vera með nein læti.

Ég fór á fund í einu góðu ráðuneyti í dag þar sem ég samdi um vinnu sem ég er að fara í. Ég fæ einingar í skólanum og fullt af peningum að launum, og allt sem ég þarf í raun að gera er að horfa á sjónvarpið og jú að skrá hvað er að gerast í dagskrá íslenskra fjölmiðla. Þetta er allt mjög spennandi, hvort kynið ætli birtist meira á skjánnum? Og í hvaða hlutverkum? Og eru fjölmiðlar að fara eftir lögum hvað varðar auglýsingar í sjónvarpi?

Við Auja fórum líka saman á fund í vikunni þar sem rædd var um rannsókn sem við verðum væntanlega að gera í sumar, þá er rannsóknarspurningin; hvernig er sjálfboðastarfi háttað. Við ætlum samt ekki að setja neitt fordæmi þar og gerum því lítið án þess að fá laun fyrir.

Á morgun fer ég í partý til Bergþóru hinnar fögru þar sem ég mun hitta fullt af hressum konum. Ég geri ráð fyrir miklu drama.

Í kvöld hélt Bryndís partý fyrir stuðningskonur Ingibjargar, og Auju var boðið en ekki mér.

Ég get ekki sagt annað en að lífið leiki við mig í dag.