þriðjudagur, janúar 31, 2006

Leitin heldur áfram

Getur verið að ég hafi alls engan persónuleika? Að ég haldi bara að ég hafi einhvern sérstakan persónuleika og hagi mér í samræmi við þann persónuleika sem að ég held að ég hafi? Kannski. Ég vona að þetta sé þannig. Því ef ég er í raun og veru persónleikalaus þá get ég búið til nýjan persónleika á hverri stundu. Í dag ætla ég að vera dularfull, en samt hlý, róleg, ráðagóð og brosmild. Fólk sem hittir mig í dag mun væntanlega segja, já hún Magga er rosa fín stelpa en ég þekki hana samt ekkert vel svona persónulega. Á morgun verð ég kannski frekar flippuð, og fólk mun segja; vá hvað hún Magga er flippuð stelpa, eitthvað svo frjáls og opin. Á fimmtudaginn verð ég rosalega barnaleg, jafnvel kjánaleg. Ég veit ekki hvað fólk mun segja þá, vondandi eitthvað á þessa leið; já Magga er pínu barnaleg en samt alltaf gaman að henni. Svo segir kannski enginn neitt, það er líka alltaf möguleiki á því.

Ætli það sem að mér dettur til dæmis fyrst í hug til að lýsa persónuleika vinkvenna minna sé í samræmi við þá sýn sem þær hafa á sér sjálfum? Ég ætla að prófa að finna þrjú lýsingarorð fyrir nokkrar af þeim, gaman að sjá hvort að þetta komi einhverjum rosalega á óvart.

Auja; skemmtileg, kaldhæðin og klár skólastelpa
Begga G; dugleg, drífandi og hávær.
Bergþóra; fyndin en öguð.
Gunný; skilningsrík, ráðagóð og frábær gestgjafi.
Inga Lára; hlý og viðkvæm, en samt hugrökk.
Magga H; flippuð, fyndin og góður penni.
Magga Steingríms; fyndin, félagslynd og dugleg að synda.

Svona þegar ég hugsa um það þá eru allar þessar stelpur frekar fyndnar, en vildi ekki virka eins og ég kynni bara eitt orð. Svo á ég reyndar fleiri vinkonur þarna úti sem að ég er ekki að skrifa neitt um, og vona svo innilega að þær upplifi ekki einhverja höfnun núna. Þessi síðasta setning hér held ég að sé merki um persónueinkenni sem að er stundum kallað meðvirkni. Að lokum verð ég að koma því að að orðið meðvirkni fer virkilega í taugarnar á mér (allavega í dag) því að það lýsir svo mörgu að það verður að engu.

Takk og bless.

sunnudagur, janúar 29, 2006

Að slá í gegn.

Ég hreinlega elska svona sunnudagsmorgna. Engin dagskrá, bara rólegheit. Ég er búin að borða morgunmat, lesa blaðið, lesa kafla í bókinni Fyrst ég gat hætt þá getur þú það líka og hlusta á krúttlegan karl á tölvunni minni. Hann heitir Eckhart Tolle, hann Siggi sendi mér þetta. Tolle er frekar merkilegur karl. Hann er meðal annars að fjalla um leit fólks af sjálfu sér. Hver er ég? Hvenær er ég búin að meika það? Er ég búin að meika það þegar ég fæ rétta starfið, klára réttu menntunina, giftist rétta makanum, eignast réttu börnin, húsið, bílinn, kemst í réttu þyngdina, veit réttu hlutina, þekki rétta fólkið, kaupi mér réttu fötin eða eitthvað því um líkt. Hvað sem er sem að fólk telur að geri það að því sem það er. Þessi krúttlegi karl tekur skemmtileg dæmi um hvernig fólk reynir að stækka sjálft sig, gera sig að fyllri manneskju, þá sérstaklega í augum annarra. Mér finnst einmitt alltaf pínulítið spaugilegt þegar fólk fer að name droppa í samtölum, koma því að hvaða mikilvægu og smart fólk það þekkir. Þessi hugsun; ef að hann/hún veit að ég þekki t.d. Baltasar, hef verið í partýum með Björgólfi, er vinkona vinkonu Ingibjargar P. eða betra er ættingi Vigdísar Finnboga þá kannski finnst henni/honum ég aðeins merkilegri pappír. Já pínu kjánalegt, en svona erum við mennirnir, sumir meira en aðrir, og ég hef örugglega gerst sök um að name droppa pínu. Man samt ekki eftir því, enda er ég fullkomin. Já ég er fullkomin, en ég ætla samt að klára bókina Fyrst ég gat hætt þá getur þú það líka og í kjölfarið hætta að reykja, enda mjög sjoppulegt að reykja, þyngjast kannski um tvö til þrjú kíló, fara að spara peninga, uppfæra ferilsskránna mína og fara í að gera umsóknirnar fyrir framhaldsnámið, ein þeirra fer í Harward. Þegar það er allt saman komið verð ég væntanlega meira fullkomin.

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Hugsanalestur

Við mannfólki, við erum ekki gædd þeim hæfileika að lesa hugsanir.
Ég gleymi því stundum.

mánudagur, janúar 23, 2006

Kántrí textar.

Ég dett stundum inní það að hlusta mikið á kántrí tónlist. Ég hef mjög gaman af því að hlusta á þessar gömlu góðu kvenna kántrístjörnur eins og t.d. Lorettu Lynn, Dolly Parton og Tammy Wynette. Þessar konur og fleiri í sama flokki syngja gjarnan um ástina, eða öllu heldur um brotin hjörtu. Mér finnst textarnir þeirra frekar merkilegt fyrirbæri, svona ef þeir eru greindir út frá femínísku sjónarhorni. Það sem að mér þykir rosa spes við þessa texta er að margir þeirra fjalla um eiginmenn þeirra sem eru frekar súrir og lauslátir. Eiginmennirnir eiga það til að villast á rúmi og drekka eins og svín. Þrátt fyrir þessa bresti standa konurnar við hlið sinna karla. Þær eru hins vegar mjög ósáttar við druslurnar sem að eru alltaf að daðra við eiginmenn þeirra og neyða þá til þess að fara í sleik við sig, oj. Smá brot úr texta;

Loretta
...
No I didn´t come to fight
If he was a better man I might
But I wouldn´t dirty my hands
On trash like you
Bring out the babies´daddy
That´s who they´ve come to see
Not the woman that´s burning down
Our family tree

Their daddy once was a good man
Until he ran into trash like you

Dolly
...
And I can easily understand
How you could easily take my man
But you don’t know what he means to me, joleneJolene, jolene, jolene, jolene
I’m begging of you please don’t take my man
Jolene, jolene, jolene, jolene
Please don’t take him just because you can
You could have your choice of men
But I could never love again
He’s the only one for me, jolene

I had to have this talk with you
My happiness depends on you

Tammy
Sometimes it's hard to be a woman
Giving all your love to just one man
You'll have bad times, he'll have good times
Doin' things that you don't understand
But if you love him, you'll forgive him
Even though he's hard to understand
And if you love him, oh be proud of him'Cause after all he's just a man.

Loretta

Have mercy on me baby
I´ll do just as you please...
She´s got you hypnotized
And your brain is paralyzed
You know she´s only playing with you
...
Remember just one thing
She can never love you like I do, no
I´ll do just what it takes
..

Hressandi kántrí músík fyrir hressar konur!

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Cash

http://www.walkthelinethemovie.com/index.php Ég hlakka til að sjá þessa.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Baugar.

Hin sjúskaði nýji fréttamaður á Stöð 2, Helgi Seljan, var sendur í klippingu um daginn. Í dag sýnist mér að hann hafi einnig verið sendur í ljós. Mér sem fannst hann svo mikið krútt með þessa bauga. Í dag þykir sjúskaði lookið ekki nógu smart, í dag þykir eftirsóknarvert að líta alltaf út eins og maður hafi verið að koma beint úr World Class borðandi lífrænt ræktaðar gulrætur og drekka heilsushake með. Já það borgar sig að fletta í gegnum sjónvarpsdagskránna og tískublöð, þá veit maður hvað er inn og hvað ekki.

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Fyrirsögn.

Ég hef ekkert skrifað undanfarna daga vegna þess að ég hef ekki mátt vera að því sökum þess að ég er of upptekin við að vera sjúklega hamingjusöm, já og líka glöð og frjáls. Ég veit ekki hvað það er nákvæmlega sem er að kalla fram þessa hamingju. Það getur verið að þetta séu jógaæfingirnar sem ég er nú byrjuð að stunda, eða gufuferðir okkar Ingu, eða þessi frábæra músík sem ég er búin að vera hlusta á undanfarið, já eða jafnvel þessar jákvæðu staðhæfingar sem ég hef verið að vanda mig við undanfarið. Allavega hvað sem það er þá er það að virka.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Of mikið Elvis.

Sumt fólk ætti ekki að fá að ganga frjálst um götur borgarinnar, hvort sem það eru götur Northam í Ástralíu eða götur Reykjavíkur.

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1178022

Lagið "Burnig Love" með Elvis er einmitt lag sem maður á að setja á repeat.

mánudagur, janúar 09, 2006

Sjálfshjálp á nýju ári-framhald.

Öll dreymir okkur um töfrandi rósabeð í fjarska, í stað þess að njóta rósanna sem blómgast fyrir utan gluggann okkar.... Lífið er til að njóta þess, hvern dag, hverja klukkustund. (S. Leacock).

sunnudagur, janúar 08, 2006

Sjálfshjálp á nýju ári.

Hver dagur er vitrum (kvenn)manni nýtt líf.

laugardagur, janúar 07, 2006

Kona með orðspor.

Já alveg hreint merkilegt hvernig hún Auja virðist koma við sögu á hinum ýmsum stöðum. Fyrir nokkru var haft samband við mig útaf verkefni. Ég fór í viðtal þar sem ég þurfti að selja mína kosti og telja fólki trú um að ég væri rétta manneskjan í jobið. Þegar ég var í viðtalinu nefndi einn gaurinn hvort ég kannaðist við stúlku að nafni Auðbjörg. Jú jú, ég sagði frá því að ég hefði skrifað með henni eina skýrslu og að hún væri góð og dugleg stúlka. Ég lét það ekkert fylgja að hún væri nú samt stundum ansi barnaleg, enda hefði það ekki verið viðeigandi. Við vorum nú samt ekkert í samkeppni um sama starfið, Auja fékk annað verkefni hjá sömu stofnun eða stöðinni eins og hún er kölluð af innanhúsliðinu. Já svo fór ég og hitti konu í gær útaf nýju verkefni og eftir að við vorum nýbyrjaðar að ræða saman fer konan að segja mér frá henni Auðbjörgu, og spyr svo hvort ég þekki hana ekki. Skrítið, ætli Auja hafi látið gera plaköt fyrir sig, svona með mynd af sér og ferilsskrá?

Annars er þetta allt í lagi mín vegna svo sem. Mér finnst hún ágæt, og er góð einmitt í að leysa fyrir mig verkefni sem ég á erfitt með að gera sjálf. Um daginn sá ég dreng sem ég hugsaði að ég gæti nú orðið skotin í, eða hann myndi allavega líta vel út við hliðin á mér, og ég hef fengið Auju í að spyrja hann hvort að hann vilji byrja með mér. Ég vona að hún klúðri þessu ekki.

fimmtudagur, janúar 05, 2006

2006

Þetta ár byrjar alveg sjúklega vel.