fimmtudagur, desember 29, 2005

Lítið áramótablogg

Jæja, mikil tímamót framundan. Eftir nokkra daga verður ekki lengur árið 2005. Fyrir svona ca 15 árum síðan var ég alveg viss um að árið 2005 myndu allir vera farnir að klæðast svona silfur lituðum samfestingum. Ég bjóst við að það yrði hluti af framtíðinni. En nei allir bara í venjulegum fötum ennþá. Ég reyndar sá einn gaur í fjólubláum jakkafötum um daginn, mér fannst það svolítið framtíðarlegt. Í dag ætti reyndar það sem var framtíðarlegt 1990 bara að vera nútímalegt.

Ég veit hreinlega ekki hvað stendur uppúr þegar ég lít tilbaka og fer yfir atburði ársins 2005. Sko atburði í mínu lífi. Ég hætti að reykja á árinu, nokkrum sinnum. En það er svo sem ekkert nýtt. Ég veit ekki, það er frekar ömurlegt að ekkert sértakt standi uppúr heilu ári seinna. Jú ok, þegar ég skoða það betur var svo sem ýmislegt spennandi sem gerðist, en ég vil ekkert um það skrifa hér. Ég er nefnilega ekkert sérlega hrifin af því að deila einhverju persónulegu, þá gæti ég alveg eins farið að strippa.

Hvenær ætli Begga Gísla komi frá útlöndum, það er eitthvað svo hljóðlátt yfir borginni þegar hún er ekki hér. Svo vantar líka Möggu Hugrúnu, hún er á Flórída. Ég vona að hún sé ekki í einhverju rugli þarna úti.

miðvikudagur, desember 28, 2005

Sorg í hjarta

Jæja kæru vinir, og aðrir, þá er jólahátíðin afstaðin. Jólastúlka eins og ég er upplifi alltaf vissa sorg í nokkra daga eftir jólin. Það er næstum því heilt ár í næstu jólahátíð.

Annan í jólum fór ég í spariskónna og skellti mér á dansiball. Það var fínt, en mér fannst þó vanta aðeins uppá jólaskapið hjá öðrum ballgestum. Mér fannst líka miður að plötusnúðurinn skildi ekki spila jólalög, hann spilaði bara venjuleg dansmúsík. Þrátt fyrir að mér finnist dansiböll oft ágæt eiga þau það til að skilja eftir sár á sálu minni. Ég fór því í Vesturbæjarlaugina í gær til að reyna að græða sárið. Ég er greinilega ekki ein um það að upplifa örlitla sorg eftir jól þar sem það var röð í hamingjuljósið, sem eru sólarlampar sem vinna gegn þunglyndi og öðrum álíka kvillum. Ég sleppti hamingjuljósinu í þetta sinn og spjallaði við hana Ingu vinkonu, sem er alltaf mjög græðandi.

Allavega, hvað ætli stærsti fjölskyldupakkinn af flugeldum kosti. Ég ætla að kaupa þrjá.

laugardagur, desember 24, 2005

Gleðileg jól!

föstudagur, desember 23, 2005

1 dagur til jóla!

Jes jes jes jes jes jes, margra mánaða bið loksins nærri því á enda. Á morgun er dagurinn! Dagurinn sem ég lifi hreinlega fyrir. Ég er svo mikil jólastelpa að ég er næstum því Helga Möller.

fimmtudagur, desember 22, 2005

2 dagar til jóla!

Jú og ég enn í jólaskapi. Ég verð að fara að hengja upp mistiltein, og búa svo til eggjapúns.

miðvikudagur, desember 21, 2005

3 dagar til jóla!

Já sei sei, nú eru jólin bara alveg að koma.

Ég fór í Kringluna í dag að versla mat í jólaboðið mitt og Bergþóru. Ég fann fyrir þakklæti í dag, þakklæti fyrir að vera ég. Sérstaklega var ég fegin að vera ekki konan í rauðu peysunni með pokana 9, eða maðurinn sem hún öskraði á.

Annars geri ég ráð fyrir að þetta verði nú ansi fín jól. Ég ætla að skella mér á jólastefnumót með mjög svo hot gaur, það er alltaf hressandi.

þriðjudagur, desember 20, 2005

4 dagar til jóla!

Hef ekki tíma til að skrifa.

mánudagur, desember 19, 2005

5 dagar til jóla!

Já og í gær voru 6 dagar til jóla. Ég var svo upptekin við smákökubakstur í gær að ég bara komst ekki í það að skrá það á bloggið.

Takk fyrir og munið að það er hugurinn sem skiptir mestu máli.

laugardagur, desember 17, 2005

7 dagar til jóla!

Ég er að hugsa um að hækka yfirdráttinn minn í 500 þús.

föstudagur, desember 16, 2005

8 dagar til jóla!

Ég hef ekki verið mikill Idol aðdáandi í gegnum tíðina. En í kvöld er litli bróðir minn að keppa og þess vegna verð ég að horfa og kjósa. Hann heitir Alexander og það ættu allir að kjósa hann. Fyrir utan það að syngja vel er hann líka með stærri vöðva en hinir keppendur, og hvað sem hver segir þá skipta vöðvar máli.

8 dagar til jóla!

Ok, í dag fór ég til læknis. Ég sagði honum að þetta væri að verða frekar erfitt. Ég get varla borðað, sofið né talað við fólk af spenningi. Læknirinn stakk uppá kvíðastillandi lyfi og svefntöflum. Æji ég veit ekki hvað er að verða um lækna í dag, ég kvíði ekki jólunum ég HLAKKA TIL jólanna, og svefntöflur er bara fyrir fólk í sjálfsmorðshugleiðingum. Ég sagði því nei takk og fór í Heilsuhúsið og keypti mér Tension Tamer te, mér líður strax betur.

Annars er ég að undirbúa stelpupartý sem ég er með hér heima í kvöld. Ég er ekki með stelpupartý af því að mér þykir strákar leiðinlegir, ég verð bara svo skrítin í framan þegar ég tala við stráka og lagði því ekki í að bjóða neinum. Svo er þetta stelpupartý líka fyrir Rokkklúbbinn og það er enginn strákur í þeim klúbbi. Ég keypti 12 kippur af áfengislausa (alcahol free) Becks bjórnum fyrir kvöldið. Þannig að ég geri ráð fyrir að það verði rifjað upp gömlu góðu dagana og hlegið mikið í kvöld.

fimmtudagur, desember 15, 2005

9 dagar til jóla!

Ég hreinlega ældi í morgun af spenningi. Ég sver að það var ekki viljandi, þetta var fyrir morgunmat.

miðvikudagur, desember 14, 2005

10 dagar til jóla!

og mér orðið frekar óglatt af tilhlökkun.

þriðjudagur, desember 13, 2005

11 dagar til jóla!

Á morgun fer fram Málþing um konur og karla í íslenskum fjölmiðlum. Það fer fram í Lögbergi H.Í. kl:12:00. Þarna eru fínar konur að flytja erindi. Læt dagskránna fylgja;

HVER ER Í MYND? MÁLÞING UM KONUR OG KARLA Í FJÖLMIÐLUM
Eyrún Magnúsdóttir fundarstjóri setur fundinn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra flytur ávarp

Niðurstöður rannsóknarinnar kynntar í þrem liðum:
Auður Magndís Leiknisdóttir, B.A. í félags- og kynjafræði. “Konur og karlar í auglýsingum: athugun á þætti karla og kvenna í auglýsingum á RÚV, Stöð 2 og Skjá einum.”

Margrét Valdimarsdóttir, B.A.-nemi í félags- og fjölmiðlafræði. “Karlar og konur í íslensku sjónvarpi: fréttir.”

Elsa María Jakobsdóttir, B.A.-nemi í félags- og fjölmiðlafræði. “Karlar og konur í sjónvarpsþáttum: athugun á birtingu kynjanna í sjónvarpsþáttum á RÚV, Stöð 2 og Skjá einum.”

Kristín Loftsdóttir, mannfræðingur og Helga Björnsdóttir, doktorsnemi í mannfræði. “Karla- og kvennarými: Kynjaðar ímyndir forsíðu Fréttablaðsins.”

Þorgerður Þorvaldsdóttir, sagn- og kynjafræðingur “Ef kyn skiptir máli. Um kyn og samfélagslega ábyrgð fjölmiðla.”

Pallborð með fulltrúum fjölmiðla: Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri NFS; Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarpsins; Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Skjásins, Svanborg Sigmarsdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins og Anna Kristín Jónsdóttir, fjölmiðlafræðingur.

mánudagur, desember 12, 2005

12 dagar til jóla!

Og ég að verða alveg CRAZY af spenningi.

sunnudagur, desember 11, 2005

Þema mánaðarins; Jólin.

Hressandi barnaefni.
Ja hérna, ég sit hér við tölvuna og er að vinna og dóttir mín er í sófanum að horfa á jólaævintýrið á Stöð 2, Töfrabókina. Ég hef nú ekki beint að fylgjast með þessum þætti en þegar ég heyrði þulinn segja að góða galdranornin og skrítinn krókódíll(sem ég man ekki hvað heitir) væru nú í fatapóker lagði ég við hlustir. Já sem sagt galdranornin og krókódíllinn í fatapóker. Galdranornið sem er að vinna en er svo elskuleg að lofa krókódílnum að halda nærbuxunum sínum ef að hún fær lykil að töfraherbergi í staðinn. Frekar spes.

13 dagar til jóla!

Foreldrar athugið því að loka ekki öllum gluggum í nótt því það er von á Stekkjastaur.

Þetta minni mig á skemmtilegt atvik sem gerðist fyrir jól í fyrra.

Þann 11. des fyrir nákvæmlega ári síðan var ég í mesta sakleysi að klæða mig í náttkjól og gera mig tilbúna til þess að fara í háttinn þegar ég tók eftir því að einhver var á glugganum. Í fyrstu hélt ég að þetta væri maðurinn í næstu íbúð búinn að fá sér aðeins of mikið af jólabjór. En nei, þetta var enginn annar en Stekkjastaur. Þar sem ég er einmanna einstæð móðir, og var í raun ekkert rosalega syfjuð, bauð ég honum inn. Hann þáði boðið. Við eyddum saman einni yndislegri klukkustund sem ég mun aldrei gleyma. Já Stekkjastaur er nú meiri kallinn. Ég vona að hann verði eins hress í nótt og hann var á sama tíma fyrir ári.

laugardagur, desember 10, 2005

14 dagar til jóla!

Og í dag á Begga Gísla afmæli. Víhíhíhíhí...

föstudagur, desember 09, 2005

Ennþá 15 dagar til jóla.

15 dagar til jóla!

Og allir hressir.

fimmtudagur, desember 08, 2005

16 dagar til jóla.

Ég held að ég skelli mér í piparkökkubakstur um helgina.

miðvikudagur, desember 07, 2005

17 dagar til jóla!

Og mínum prófum lokið þangað til í vor, þá tek ég líklega eitt til viðbótar. Fínt að hafa verið pínu æst snemma á námsferlinum þá get ég verið róleg núna. Reyndar ekki eins og það séu einhver sérsök rólegheit hjá mér, bara á kafi í vinnu í staðinn. Ég bíð oft eftir rólegheitum sem virðast svo bara aldrei koma. En það er bara fínt, ekki er ég að kvarta. Ég er í jólaskapi og myndi aldrei kvarta. Hóhóhóhóhóhóhóhóhó(ekki samt hóra hó, bara jóla hó).

þriðjudagur, desember 06, 2005

18 dagar til jóla!

Shit gleymdi mér aðeins.

Sérstaklega til þeirra sem hafa verið í vandræðum með að vita hvað væru margir dagar til jóla, síðan að það voru 23 dagar; ég biðst innilegrar afsökunnar.

fimmtudagur, desember 01, 2005

23 dagar til jóla.

Ég veit ekki með ykkur en ég er nú aldeilis komin í jólaskap. Ég hlakka svo mikið til jólanna að ég á hreinlega erfitt með að sinna mínum skylduverkum.

Hóhóhóhóhóhóhóhóhóhóhó...