Lítið áramótablogg
Ég veit hreinlega ekki hvað stendur uppúr þegar ég lít tilbaka og fer yfir atburði ársins 2005. Sko atburði í mínu lífi. Ég hætti að reykja á árinu, nokkrum sinnum. En það er svo sem ekkert nýtt. Ég veit ekki, það er frekar ömurlegt að ekkert sértakt standi uppúr heilu ári seinna. Jú ok, þegar ég skoða það betur var svo sem ýmislegt spennandi sem gerðist, en ég vil ekkert um það skrifa hér. Ég er nefnilega ekkert sérlega hrifin af því að deila einhverju persónulegu, þá gæti ég alveg eins farið að strippa.
Hvenær ætli Begga Gísla komi frá útlöndum, það er eitthvað svo hljóðlátt yfir borginni þegar hún er ekki hér. Svo vantar líka Möggu Hugrúnu, hún er á Flórída. Ég vona að hún sé ekki í einhverju rugli þarna úti.