Undanfarna daga hef ég setið hér heima og unnið að verkefni sem að tengist geðheilsu. Þessi vinna hefur orðið til þess að ég hef farið að velta fyrir mér minni eigin geðheilsu. Mér er það nokkuð ljóst að ég er þannig kona sem að get ekki tekið góðri geðheilsu sem sjálfsögðum hlut. Það nægir ekki að borða hollan mat og hreyfa sig, maður verður víst líka að huga að toppstykkinu, eins og einhver kallar það. Eins og þegar að ég verð vör við líkamlega kvilla, eins og að hnerra þegar að ég er með kvef, þá eru líka merki um andlega kvilla.
Þegar að ég;
1. öðlast þann hæfileika að lesa hugsanir fólks
2. hætti að tala við fólk vegna þess að ég geri ráð fyrir að það geti lesið mínar hugsanir
3. eyði kvöldstund í að finna út góða leið til að hefna mín á fólki fyrir eitthvað sem að ég man samt ekki alveg hvað var
4. furða mig á því af hverju geimverurnar sem að skildu mig eftir á þessari plánetu hafa ekki komið að sækja mig ennþá
5. fæ störu
6. hætti að lesa eftir að hafa lesið eina blaðsíðu af ótta við að lesa yfir mig
7. velti því fyrir mér af hverju þulan í sjónvarpinu sé að horfa á mig
8. trúi því að ég sé eina manneskjan í alheiminum sem að veit hver tilgangur lífsins er
9. loka augunum fast í eina mínútu og furða mig á því að uppvaskið sé ennþá í vaskinum þegar að ég opna augun
10. fer að spá í því hvaða lag ég ætli að syngja næst þegar að ég fer á Ölver
Þetta eru svona þau helstu atriði sem að mér dettur í hug núna, þau atriði sem að benta til þess að ég þurfi að fara að huga að minni andlegu heilsu. Kannski að ég skelli mér í jóga á morgun.