mánudagur, ágúst 30, 2004
Í gær sönglaði ég með sjálfri mér ó happý day, dagurinn var svo svaka skemmtilegur og þess vegna langar mig að deila hluta af honum með þér. Eftir að hafa upplifað frábæran morgun með dóttur minni fór ég á kaffihús að hitta vinkonur mínar þær Beggur Gísla, Möggu Steingríms, Bergþóru, Sonju, Ingu Láru og svo var maðurinn hennar Möggu líka á staðnum. Við áttum þarna alveg frábært spjall um hitt og þetta þó aðalega um karlmenn og reglur í samböndum. Svo fórum við í afmæli hjá Tóta (sem er einmitt sæti kærastinn minn) og Berki, þeir til samans voru að halda uppá 10 ára afmælið sitt. En nú var ég að fatta að ég verð að fara að gera annað og ætla því ekki að skrifa meira um þetta núna en bæti inn seinna í dag. Já svo langar mig að skrifa um hórkallinn sem ein var að segja okkur frá en er ekki viss um hvort að það er viðeigandi því þetta er jú internetið. Já ég var að fatta að samkvæmt dagsplaninu mínu á ég að vera að vinna núna, ég verð að hætta að vinna heima ég er léleg í að vinna heima og vinna heima. Á morgun fer ég á bókasafnið og slekk á símanum og þá mun allt gerast þá mun ég skrifa eitthvað rosalega merkilegt um atvinnuleysi að allir eiga eftir að dást að mér í mörg ár á eftir og þá mun mér líða vel og brosa og segja "æji látið ekki svona ég er ekkert svo miklu merkilegri en þið, eða klárari endilega, ég er bara rosa skipulögð og öguð".
fimmtudagur, ágúst 26, 2004
Mátturinn í núinu.
Ég fékk bók í afmælisgjöf sem heitir Mátturinn í núinu frá Sonju og Gunný. Þessi bók er algert æði. Ég er búin að vera lesa hana síðustu daga og ég er í smá vakningu. Auðvitað hefur maður oft heyrt þetta; ef þú ert með annan fótinn í fortíðinni og hin í framtíðinni þá pissar þú á nútíðina, og einn dagur í einu og allt það. En þessi bók setur þetta fram á svo skemmtilegan og einfaldan hátt. Spáið í því eins og til dæmis núna þá er ég að skrifa þetta og er bara að njóta þess að skrifa þetta nákvæmlega núna, úúhh. Að lifa í þessu andartaki og njóta þess sem er að gerast í því er ekki eins auðvelt og það hljómar. Þegar það svo tekst nær maður að sjá hvað lífið er fallegt nákvæmlega núna, ég þarf þá ekkert að bíða eftir að ég útskrifist úr skólanum, eftir að María komi heim úr skólanum, eftir að sæti komi í heimsókn, eftir að ég hitti stelpurnar í grilli á laugardaginn, eftir að ég fari í klippingu, eftir að ég kaupi mér nýjan geisladisk, eftir að ég loksins nái að hætta að reykja, eftir að rassinn á mér verði stynnari, eftir að ég fái draumastarfið og slái í gegn, það er allt nefnilega að gerast núna á þessu andartaki og það er svo frábært. Ekkert til nema núna.
þriðjudagur, ágúst 24, 2004
Sex.
Hún góða vinkona mín Magga Steingríms á sex ára afmæli í dag og vil ég nota þetta tækifæri til að óska henni til hamingju. Spáið í þetta sex ár, það er svoltið fáranlegt. Svo átti Bergþóra 4 ára afmæli og reyndar líka 28 ára afmæli bara núna um daginn, um helgina. Þannig að Bergþóra til hamingju líka.
En varðandi Möggu Steingríms þá er þetta all svakalegt svona miðað við allt sem maður hefur heyrt um hana, í síðum svörtum leðurfrakka með ösku í framan inná dimmum stað í Hafnafirði. Ég var samt einu sinni líka svoltið mikið í síðum svörtum leðurfrakka, mér fannst ég sjúklega smart. Svo heyrði ég einhverntíman Gísla hennar Auju tala um svartan leðurfrakka sem hann fór ekki úr fyrr en eftir fimmta sp held ég. Fyndið. En hafið það samt hugfast að það að hafa gengið um í svörtum leðurfrakka er ekki eitt af einkenunum, þannig að Allý þrátt fyrir að þú hafir aldrei gengið um í svörtum leðurfrakka þá ertu samt ein af okkur.
Hey eitt mál, ef einhver sem ég nafngreini á þessari síðu er ósátt/ur við það endilega látið mig vita og ég mun ekki nafngreina ykkur aftur, og mun þá reyndar ekki tala við ykkur aftur heldur.
En varðandi Möggu Steingríms þá er þetta all svakalegt svona miðað við allt sem maður hefur heyrt um hana, í síðum svörtum leðurfrakka með ösku í framan inná dimmum stað í Hafnafirði. Ég var samt einu sinni líka svoltið mikið í síðum svörtum leðurfrakka, mér fannst ég sjúklega smart. Svo heyrði ég einhverntíman Gísla hennar Auju tala um svartan leðurfrakka sem hann fór ekki úr fyrr en eftir fimmta sp held ég. Fyndið. En hafið það samt hugfast að það að hafa gengið um í svörtum leðurfrakka er ekki eitt af einkenunum, þannig að Allý þrátt fyrir að þú hafir aldrei gengið um í svörtum leðurfrakka þá ertu samt ein af okkur.
Hey eitt mál, ef einhver sem ég nafngreini á þessari síðu er ósátt/ur við það endilega látið mig vita og ég mun ekki nafngreina ykkur aftur, og mun þá reyndar ekki tala við ykkur aftur heldur.
Smá sms vandræði.
Ég er í smá vandræðum sem ég vona að einhver geti hjálpað mér með. Í gær skrifaði ég sms skeyti sem var ætlað kærastanum mínum. En þegar ég var búin að skrifa inn skilaboðin og var að fara að leita af númerinu hans í símanum mínum þá fékk ég þau skilaboð að sms mitt væri sent. Þannig að ég sendi skilaboðin eitthvert annað en þau áttu að fara, og ég veit ekki hvert þau fóru. Sko ég veit að þau fóru á eitthvert númer sem er inní message innboxinu mínu, en ég á samsung gsm síma o.þ.a.l. ekki nokkur leið fyrir mig að sjá hvert þau fóru. Mér datt strax í hug að ég hefði send þau á stúlku sem ég er ný byrjuð að sponsa og hringdi í hana, en hún svaraði mér ekki. Þá fór ég í banic og fór að hugsa að hún væri orðin hrædd við mig, hélti að nýji sponsorinn sinn væri eitthvað geðveik. En svo náði ég loks í hana og hún fékk þau ekki, þá fór ég í ennþá meira panic og fór að spá í hvort að pabbi dóttur minnar hefði fengið skilaboðin og það væri ennþá verra. Ég hringdi í hann og spurði hvort að hann hefði fengið óviðeigandi skilaboð frá mér, en svo var ekki. Spáið í ef að ég hefði óvart send þau á hann. ok, allavega ef þið hafið fengið skilaboð frá mér í gær sem ykkur finnst ekki alveg í minn karekter að senda á ykkur þá er ég að láta ykkur vita hér og nú að þau voru ætluð öðrum(vona að engin verði fyrir vonbrigðum núna).
Væmni.
Kæru lesendur,
mér hefur borist kvörtun, bæði skriflega og munnlega, að ég sé að verða of væmin. Þannig að nú ákvað ég að skrifa nokkrar línur um væmni. Ég hef haft það orð á mér að vera kaldur töffari með snertifælni. Mér hefur þótt vænt um þessa lýsingu á sjálfri mér. En nú eru breyttir tímar. Ég hef þroskast, ég er ekki lengur hrædd við að sýna mína innri konu. Mín innri kona er alls ekki kaldur töffari með snertifælni. Mín innri kona er full af ást. Mig langar þess vegna að segja ykkur vinkonum mínum þarna úti að ég elska ykkur, ég elska að elska ykkur. Ef þið viljið faðma mig næst þegar þið hittið mig þá gjörið þið svo vel(þið megið þó alls ekki kyssa mig, það finnst mér ennþá ógeð). Einhver spurði mig hvort að ástæðan fyrir þessari væmni væri sú að ég væri ástfangin, og svarið við þeirri spurningu er JÁ. Ég er ástfangin af kærastanum mínum og svo líka af lífinu sjálfu. Ég bið ykkur samt að fara ekkert að tala um að ég hafi sagst vera ástfangin af lífinu, það gæti virkað svoltið crazy. Þannig að ég segi bara guð(æðri máttur) verði með ykkur öllum.
mér hefur borist kvörtun, bæði skriflega og munnlega, að ég sé að verða of væmin. Þannig að nú ákvað ég að skrifa nokkrar línur um væmni. Ég hef haft það orð á mér að vera kaldur töffari með snertifælni. Mér hefur þótt vænt um þessa lýsingu á sjálfri mér. En nú eru breyttir tímar. Ég hef þroskast, ég er ekki lengur hrædd við að sýna mína innri konu. Mín innri kona er alls ekki kaldur töffari með snertifælni. Mín innri kona er full af ást. Mig langar þess vegna að segja ykkur vinkonum mínum þarna úti að ég elska ykkur, ég elska að elska ykkur. Ef þið viljið faðma mig næst þegar þið hittið mig þá gjörið þið svo vel(þið megið þó alls ekki kyssa mig, það finnst mér ennþá ógeð). Einhver spurði mig hvort að ástæðan fyrir þessari væmni væri sú að ég væri ástfangin, og svarið við þeirri spurningu er JÁ. Ég er ástfangin af kærastanum mínum og svo líka af lífinu sjálfu. Ég bið ykkur samt að fara ekkert að tala um að ég hafi sagst vera ástfangin af lífinu, það gæti virkað svoltið crazy. Þannig að ég segi bara guð(æðri máttur) verði með ykkur öllum.
mánudagur, ágúst 23, 2004
Fyrsti skóladagurinn.
Í dag var fyrsti skóladagurinn hennar Maríu Rósar dóttur minnar. Eða þetta var samt ekki alvöru skóladagur, við vorum bara að hitta umsjónarkennaran. Ég, Jóhanna og pabbi hennar Maríu Rósar fórum. Jóhanna er kona pabba hennar Maríu. Þegar við mættum inní stofu og kennarinn var að heilsa sagði hún hvernig er þetta hver er mamma hennar Maríu. Ég sagði án þess að hugsa að María væri svo heppin að eiga tvær mömmur, en að ég væri samt mamma hennar og að Jóhanna væri fóstumamma hennar. Skrítið, mér leið bara vel með þetta, og Jóhönnu leið væntanlega mjög vel líka. Það er svo gott þegar allt er bara eins og það á að vera.
Ekkert meira í dag.
Ekkert meira í dag.
fimmtudagur, ágúst 19, 2004
Nýr megrunnarkúr.
Jæja nú er ég loksins búin að finna hin rétt megrunarkúr. Nú kannski á markmið mitt með þessi níu kg fyrir jólin eftir að takast. Hann hefur allavega verið að virka rosa vel fyrir mig. Hann er einfaldur; ég borða bara þegar ég er svöng og hætti að borða þegar ég er ekki lengur svöng. Það skiptir ekki svo miklu máli hvað er borðað en þetta með að hætta er MJÖG mikilvægur þáttur í kúrnum. Þið ykkar sem eruð aðeins í feitari lagi ættuð að taka mig til fyrirmyndar og prófa, þetta er dagur tvö hjá mér og núþegar eru 518 gr. farin. Ég vil ekkert vera að nefna einhver nöfn en Barbara, Magga Hugrún og Allý; er svoltið verið að leyfa sér núna? Eruð þið ekki hættar að drekka bjór. Æji ég veit ekki, ég held að þessi bumba sé ekkert endilega málið í dag. Ég var að skoða Cosmo um daginn og þar sá ég enga konu í blaðinu með svona bumbu, bara smá hint! Annars gangi ykkur öllum vel og vonandi verðið þið allar aðeins mjórri þegar ég sé ykkur næst.
Fótbolti.
Já heyrðu, mér var að detta eitt rosa sniðugt í hug. Í karlagrillinu um daginn vorum við Auja, Eva Ósk og held einhverjar fleiri að tala um það að fara að spila fótbolta saman í vetur. Við erum alltaf svo sportí stelpurnar, svo þarf ég líka að missa 9 kg fyrir næstu jól. Þetta er svona í kjólinn fyrir jólin átak hjá mér. Kjólinn er rosa í litlu númeri. Já sko, hvernig væri ef við rokkklúbburin myndum keppa við hin saumklúbbin, sem ég veit ekki hvað heitir kannski heitir hann heklunálin eða barnaland.is ég er ekki viss. En allavega það gæti orðið æði. Þegar ég spilaði fótbolta síðast þegar ég var ca 17, n.b. fyrir 14 árum, var ég sögð rosa efnileg.
Ég þarf að fá Beggu Gísla til að taka mig í smá einkakennslu, ég man aldrei regluna um eitt eða tvö n/nn.
Ég þarf að fá Beggu Gísla til að taka mig í smá einkakennslu, ég man aldrei regluna um eitt eða tvö n/nn.
Egoið mitt!
Ég ætlaði ekkert að skrifa í dag. En svo voru Begga Gísla og Sonja að segja mér að þær hefðu lesið bloggið mitt og þeim þætti það sniðugt og þá varð ég glöð. Ég elska þegar fólk segir eitthvað gott um mig, ég þrái meira en allt að fólki líki við mig. Nei ein alveg að missa sig í einlægni. Allavega, ég hef ekkert bloggað hér um ástarlífið mitt. En fyrir ykkur þarna úti sem eruð eitthvað að spá í að reyna við mig og svona (ætlið að reyna að fara í sleik við mig) þá gengur það ekki upp. Ég er nefnilega ástfangin og ég er ekki til í að fara í sleik við neinn nema hann. Ég ætla ekkert að segja hér um hann nema það að hann er snillingur. Hann veit ekki að ég er að blogga og mun líklega aldrei lesa þetta, sem er gott því ég vil virka mjög dularfull á hann. Ég heyrði það í einhverri bíómynd að karlar væru spenntir fyrir dularfullum konum, ég hef þess vegna nánast sagt ekkert á stefnumótunum okkar. Þetta er allt að virka, ég mæli með þessarri aðferð. En þið verðið auðvitað að vera dularfullar á svipinn líka. Ég fékk reglur um hvað mætti og hvað mætti ekki á stefnumótum, t.d. kyssa á þriðja dati og svona, frá góðum vinkonum mínum. Það eina sem ég get sagt er að ég hef allavega ekkert verið að leiða hann ennþá.
Já og svo annað, ég sakna hennar Auju. Auja afhverju ertu ekki að koma með einhver skemmtileg komment hingað inn? Auja finnst þér ég púkó?
Já og svo annað, ég sakna hennar Auju. Auja afhverju ertu ekki að koma með einhver skemmtileg komment hingað inn? Auja finnst þér ég púkó?
mánudagur, ágúst 16, 2004
Próflestur.
Aldrei mun ég aftur fresta prófi og þurfa að fara í sumarpróf, þetta sukkar. Það er svo margt sem ég gæti verið að gera núna annað en að lesa um efnahagslíf og þjóðfélag. En ok, hef ekki tíma til að skrifa neitt núna. En eftir prófið á miðvikudaginn mun ég skrifa eitthvað rosalega agalegt, svo svakalega persónulegt að þér mun líða mjög einkennilega eftir þann lestur.
laugardagur, ágúst 14, 2004
föstudagur, ágúst 13, 2004
Teljari líka!
Frábært! Núna er kominn teljari á þessa blogg síðu líka. Magga Hugrún setti hann upp líka. Sko mér finnst hennar bloggsíða rosa flott www.maggabest.blogspot.com, en af því að ég er svo rosa andleg þá samgleðst ég henni yfir hennar fallegu bloggsíðu í stað þess að verða afbrýðissöm eins og einhver sem ég þekki gerir stundum. Já og svo er bloggið hennar Allýar líka flott www.allyrosa.blogspot.com , hún er sniðug stelpa. Allý er sniðug en kannski pínulítið of hrokafull fyrir minn smekk, en þetta mun örugglega þroskast af henni þegar hún nær að verða meira andleg(eins og ég er). Ég er ekki heldur afbrýðissöm útí síðuna hennar Allýar.
Komment!
Ja hérna hér. Magga Hugrún er ein af mínum flinkustu vinkonum. Auja hringdi í dag (vesen í vinnunni) og benti mér á að það væri ekki hægt að setja inn komment á bloggið mitt. Alveg er ég viss um að hún ætlar að fara að setja inn einhvern dónaskap, og örugglega ekki undir sínu eigin nafni. Ég kann ekkert á svona, er bara óþolinmóð og breytist í fimm ára stelpu þegar eitthvað gengur ekki upp á tölvunni. En ég er sæt og það er það sem máli skiptir! Ég vona að feminista vinkonur mínar lesi þetta aldrei. Ég er samt rosa FEMINISTI.
Já en ég var að tala um Möggu Hugrúnu, já hún reddaði þessu. Hún ætlar jafnvel að setja upp teljara og eitthvað, ef hún hefur tíma. Magga kom í heimsókn í gærkvöldi með Vídeospólu með sér. Spólan heitir My life without me, mynd sem fjallar um konu sem er að deyja. Þegar hún fréttir að hún er að deyja skrifar hún niður það sem hún verður að gera áður en hún fer. Eitt af því sem hún fer að gera er að halda framhjá manninum sínum, okkur Möggu fannst þessi boðskapur ekkert spes. En ég mæli með bók sem heitir Veronika decides to die, bók með frábærum boðskap.
Allavega, núna getur Auja og hver sem er kommenterað á það sem þið viljið.
Já en ég var að tala um Möggu Hugrúnu, já hún reddaði þessu. Hún ætlar jafnvel að setja upp teljara og eitthvað, ef hún hefur tíma. Magga kom í heimsókn í gærkvöldi með Vídeospólu með sér. Spólan heitir My life without me, mynd sem fjallar um konu sem er að deyja. Þegar hún fréttir að hún er að deyja skrifar hún niður það sem hún verður að gera áður en hún fer. Eitt af því sem hún fer að gera er að halda framhjá manninum sínum, okkur Möggu fannst þessi boðskapur ekkert spes. En ég mæli með bók sem heitir Veronika decides to die, bók með frábærum boðskap.
Allavega, núna getur Auja og hver sem er kommenterað á það sem þið viljið.
Haloscan commenting and trackback have been added to this blog.
Rokk&roll.
Dagurinn í gær var yndislegur. Þegar ég var nývöknuð kallaði Bergþóra nágranni í mig og við skelltum okkur í kaffi. María Rós (sem ég hef komist að að er skemmtilegasta stelpa sem ég hef kynnst) fékk að ráða hvað við færum að gera og hún valdi sund, þannig að við tókum strætó í Laugardalslaugina. Í lauginni hittum við Birnu, Oddnýju, Heklu og Gunnhildi og börn. Gaman að hitta hressar mæður í sundi. Við stelpurnar spjölluðum m.a. um það hvað það er yndislegt að vera orðnar svo frjálsar og þroskaðar. Konur á sundbol eiga það til að fara að spjalla um appelsínuhúð, og í stað þess að vera á bömmer þá fannst okkur hún eitthvað svo falleg og yndisleg. Appelsínuhúð er nefnilega svo rosa falleg þegar maður horfir á hana í kærleika:) Svo lá leiðin á Austurvöll með bakkelsi, þar var mikið af ansi hressu fólki.
Í gær var miðvikudagurinn 11.ágúst dagur sem ég veit að margar konur hafa beðið eftir, stofnfundur Rokkklúbsins. S.s. ég er ekki í saumaklúbbi heldur rokkklúbb, sem er gott. Við ætlum ekki að sauma, við ætlum að hittast einu sinni í mánuði, slúðra smá og fara svo á rokk tóneika. En við munum þó ekki baktala neinn því við erum of andlegar fyrir það, við munum því aðeins slúðra um okkur sjálfar og við erum alltaf að gera einhverja vitleysu sem er gaman að slúðra um. Þær sem eru í þessum klúbbi eru ég, Magga Steingr.,Kristín Linda, María Péturs, Eva Ósk, Begga Gísla, Bergþóra, Auja, Gunný, Sonja og Rósa. Eftir smá slúður og vangaveltur yfir því hvort Auja og Begga Gísla verða ekki að velja á milli Rokkklúbsins og saumkl. fórum við á Gaukinn þar sem Björgvin Frans bandið hans, (sem ég man ekki hvað heitir) sem er The Doors Tribute band, voru að spila. Þetta voru frábærir tónleikar, svo var Pink líka á staðnum sem varð til þess að sumir urðu rosa æstir. Frábært kvöld, þrátt fyrir æsta áhangendur Pink.
Í gær var miðvikudagurinn 11.ágúst dagur sem ég veit að margar konur hafa beðið eftir, stofnfundur Rokkklúbsins. S.s. ég er ekki í saumaklúbbi heldur rokkklúbb, sem er gott. Við ætlum ekki að sauma, við ætlum að hittast einu sinni í mánuði, slúðra smá og fara svo á rokk tóneika. En við munum þó ekki baktala neinn því við erum of andlegar fyrir það, við munum því aðeins slúðra um okkur sjálfar og við erum alltaf að gera einhverja vitleysu sem er gaman að slúðra um. Þær sem eru í þessum klúbbi eru ég, Magga Steingr.,Kristín Linda, María Péturs, Eva Ósk, Begga Gísla, Bergþóra, Auja, Gunný, Sonja og Rósa. Eftir smá slúður og vangaveltur yfir því hvort Auja og Begga Gísla verða ekki að velja á milli Rokkklúbsins og saumkl. fórum við á Gaukinn þar sem Björgvin Frans bandið hans, (sem ég man ekki hvað heitir) sem er The Doors Tribute band, voru að spila. Þetta voru frábærir tónleikar, svo var Pink líka á staðnum sem varð til þess að sumir urðu rosa æstir. Frábært kvöld, þrátt fyrir æsta áhangendur Pink.
þriðjudagur, ágúst 10, 2004
Sunnudagur.
Begþóra (uppáhalds nágranni minn) og Óskar kærasti hennar komu til mín í kaffi í morgun. Það var mjög skemmtilegt að spjalla við þau. Það var líka frábært að Óskar skyldi finna út að ég var að nota vitlausa snúru í tölvuna mína, það var þess vegna sem ég komst ekki á netið.
Ég og María fórum í bíó að sjá Shrek 2, okkur fannst myndin góð. Mér leið líka vel yfir því að vera að horfa á mynd með dóttur minni sem fjallar um prinsessu sem lítur út eins og tröll og á kærasta sem lítur út eins og tröll, og að þau séu (þrátt fyrir smá útlitsgalla) mjög hamingjusöm.
Ég er með svo frábært útsýni hér heima hjá mér, geggjað að sitja úti á svölum og horfa á Esjuna. Núna þarf ég að fara að lesa um íslenskan sjávarútveg og kvóta sem er frekar hressandi. Eða ég lesi það frekar á morgun og lesi bara eina af þessum andlegu bókum núna. Birna og fjölskylda gáfu mér nefnilega bók eftir Gunnar Dal sem heitir Frelsarinn Hinn lifandi Jesús Kristur.
Ég og María fórum í bíó að sjá Shrek 2, okkur fannst myndin góð. Mér leið líka vel yfir því að vera að horfa á mynd með dóttur minni sem fjallar um prinsessu sem lítur út eins og tröll og á kærasta sem lítur út eins og tröll, og að þau séu (þrátt fyrir smá útlitsgalla) mjög hamingjusöm.
Ég er með svo frábært útsýni hér heima hjá mér, geggjað að sitja úti á svölum og horfa á Esjuna. Núna þarf ég að fara að lesa um íslenskan sjávarútveg og kvóta sem er frekar hressandi. Eða ég lesi það frekar á morgun og lesi bara eina af þessum andlegu bókum núna. Birna og fjölskylda gáfu mér nefnilega bók eftir Gunnar Dal sem heitir Frelsarinn Hinn lifandi Jesús Kristur.
sunnudagur, ágúst 08, 2004
Afmæli
Ég er ekki mjög góð í þessu, þ.e.a.s. að blogga. Hef ekki haft tíma til að skrifa neitt. Búið að vera svo mikið að gera í félagslífinu.
Í gær átti ég afmæli, og þrátt fyrir að ég sé ekki lengur 30 ára heldur 31 þá var samt gaman. Ég bakaði fullt af pönnukökum og fékk fullt af gestum. Reyndar bakaði Sonja og Gunny eiginlega pönnukökurnar, en ég var hress við gestina. Ég fékk mikið af góðum gjöfum, sem er alltaf skemmtilegt. Ég fékk kaffikönnu og fullt af andlegum bókum, núna ætla ég að drekka kaffi og lesa andlegar bækur.
Ég hef aldrei fengið eins mörg sms á einum degi og í gær, og í dag reyndar líka. Enda fín aulgýsing í Fréttablaðinu. Ingibjörg sagði að hún hefði ekki vitað að ég var einu sinni fræg, mér fannst hún líka aðeins of eðlileg í samskiptum við mig ekkert stressuð og óörugg eins og maður er stundum þegar maður talar við frægt fólk. En einmitt svo þegar hún kom í afmælið mitt í dag var allt annað að tala við hana, hún roðnaði þegar ég sagði viltu kaffi?
Í gær átti ég afmæli, og þrátt fyrir að ég sé ekki lengur 30 ára heldur 31 þá var samt gaman. Ég bakaði fullt af pönnukökum og fékk fullt af gestum. Reyndar bakaði Sonja og Gunny eiginlega pönnukökurnar, en ég var hress við gestina. Ég fékk mikið af góðum gjöfum, sem er alltaf skemmtilegt. Ég fékk kaffikönnu og fullt af andlegum bókum, núna ætla ég að drekka kaffi og lesa andlegar bækur.
Ég hef aldrei fengið eins mörg sms á einum degi og í gær, og í dag reyndar líka. Enda fín aulgýsing í Fréttablaðinu. Ingibjörg sagði að hún hefði ekki vitað að ég var einu sinni fræg, mér fannst hún líka aðeins of eðlileg í samskiptum við mig ekkert stressuð og óörugg eins og maður er stundum þegar maður talar við frægt fólk. En einmitt svo þegar hún kom í afmælið mitt í dag var allt annað að tala við hana, hún roðnaði þegar ég sagði viltu kaffi?