mánudagur, febrúar 28, 2005
Núna var ég að kveikja mér í sígarettu. Ég hef tekið þá ákvörðun að þetta verður síðasta sígarettan sem ég kveiki mér í. Mér finnst púkó að reykja.
miðvikudagur, febrúar 23, 2005
Geðvonska.
Já ég held að ég verði bara að viðurkenna það að ég hef verið pínulítið súr undanfarið. Sem er allt í lagi svo sem ef ég er ein heima og get verið súr með sjálfri mér, því það þykir mér stundum bara gaman. En þegar ég þarf að fara út á meðal fólks vil ég helst ekki vera súr. Æji já mér leiðist þegar ég verð að segja fólki hvað mér finnst, og þá er það auðvitað eitthvað súper neikvætt. Í brunchinu hjá Gunný á sunndaginn sagði ég t.d. við Beggu(sem hafði farið að dansa á einhverjum súrum stað) að ég gæti ekki farið með á þetta djamm því þrátt fyrir að mér finnist fínt að dansa þá fyndist mér tónlistin sem er spiluð á þessum stöðum svo viðbjóðslega leiðinleg. Svo sagði ég við Bergþóru í gær að þegar hún og annað fólk væri að tala um skilning sinn á vissu máli hljómi það eins og klám í mín eyru. Svo fór ég í íþróttahúsið, og þar voru indælar konur að spjalla sitthvoru megin við mig á brettinu og ég bað aðra um að skipta við mig um bretti því mér þætti svo leiðinlegt að hlusta á þær. Þetta eru bara nokkur dæmi.
Mig hefur grunað í nokkra daga hvað ég þarf að gera, eitthvað þarf að breytast. Ég þarf á svona Extreme makeover að halda. Ég hef því pantað mér tíma í klippingu.
Já ég get ekki verið súr alla daga þegar fyrirmynd mín og átrúnaðargoð er farinn að fyllast af gleði. http://this.is/promazin/
Mig hefur grunað í nokkra daga hvað ég þarf að gera, eitthvað þarf að breytast. Ég þarf á svona Extreme makeover að halda. Ég hef því pantað mér tíma í klippingu.
Já ég get ekki verið súr alla daga þegar fyrirmynd mín og átrúnaðargoð er farinn að fyllast af gleði. http://this.is/promazin/
þriðjudagur, febrúar 22, 2005
Samskipti.
Hæfni mín í mannlegum samskiptum er ekki til fyrirmyndar. Ég er 31 árs móðir , og í dag sagði ég við mann sem ég var að hitta í fyrsta sinn; æði sæði!
mánudagur, febrúar 21, 2005
DC.
Ég er í fagi uppí háskóla sem heitir Fjölmiðlafræði: Kenningar og rannsóknir. Ein eining í því fagi felst í vikuferð til Washington DC, þar sem allir helstu fjölmiðlar, fjölmiðladeildir innan háskóla, ráðuneyti og fleiri staðir verða heimsóttir. Það eru u.þ.b. 15 nemendur sem ætla að að nýta sér þann kost. Ferðin kostar heil ósköp, eða allavega á minn mælikvarða sem á ekki einu sinni bíl. Og núna er ég sem sagt í vandræðum, ég get ekki tekið ákvörðun um hvort ég eigi að fara út eða vera heima. Ég talaði við minn andlega ráðgjafa í gær og sagði henni allar staðreyndir málsins, síðan bað ég hana að taka ákvörðun fyrir mig. Hún vildi það ekki. Allt í lagi, nú ætla ég að leggja þetta upp fyrir ykkur og nú vil ég að einhver taki á skarið og segi mér hvað ég á að gera.
Jákvæða viðhorfið:
Ég hef aldrei komið til DC og það er víst borg sem allir ættu að skoða.
Ég fæ kannski aldrei aftur tækifæri til að skoða þessa fjölmiðlafyrirtæki og háskólana.
Það eru frábærir krakkar í þessum hóp sem verður gaman að kynnast betur.
Það er ekki mikið mál að fá yfirdrátt í banka, eða jafnvel kreditkort.
Ég hef gott af smá fríi.
Það er mjög mikilvægt að lifa og njóta alls þess sem lífið hefur uppá að bjóða, og það að ferðast er mjög skemmtilegt.
Þetta er ein eining.
Ég á 4 ára afmæli daginn eftir en það er flogið út.
Ég get keypt I-pod fyrir Auja, og kannski mig líka.
Það er svo langt síðan að ég fór síðast til útlanda, og svo er Barcelona allt annað.
Þetta verður án efa skemmtileg vika.
Neikvæða viðhorfið:
Það er frekar kalt á þessum árstíma í DC og ekki víst að ég nenni að skoða borgina, og hvað þá með þessum hóp.
Afhverju ætti mig að langa til að skoða þessi fjölmiðlafyrirtæki, og það er MJÖG ólíklegt að ég fari í framhaldsnám til Bandaríkjanna.
Þessir krakkar eru flest nokkuð yngri en ég og eiga eftir að vera full allan tíman.
Það eru háir vextir á yfirdrætti, og það er ástæða fyrir því að ég sagði skilið við kreditkort fyrir fimm árum. Svo er ég líka að fara til Barcelona í júní.
Ég þyrfti að fá frí uppá ruv eitt kvöld sem er bæði kostnaðarsamt og leiðinlegt.
Dóttir mín mun sakna mín, eða kannski frekar ég mun sakna hennar.
Það er mjög mikilvægt að taka ábyrgð á framtíðinni og eyða ekki um efni fram, þrátt fyrir að lifa einn dag í einu.
Þessi ferð er bara ein eining, og tekur tíma frá öðrum fögum.
Ég á 4 ára afmæli daginn eftir að við komum út og ætti því frekar að vera á ráðstefnunni og halda jafnvel afmælispartý.
Ég þarf að kaupa I-pod fyrir Auja, og enda örugglega með því að kaupa einn fyrir mig.
Það er svo stutt síðan að ég fór síðast til útlandi, svo er ég að fara til Barcelona í vor.
Ég verð sprengt uppí loft af illgjörnum hryðjuverkamönnum.
Jákvæða viðhorfið:
Ég hef aldrei komið til DC og það er víst borg sem allir ættu að skoða.
Ég fæ kannski aldrei aftur tækifæri til að skoða þessa fjölmiðlafyrirtæki og háskólana.
Það eru frábærir krakkar í þessum hóp sem verður gaman að kynnast betur.
Það er ekki mikið mál að fá yfirdrátt í banka, eða jafnvel kreditkort.
Ég hef gott af smá fríi.
Það er mjög mikilvægt að lifa og njóta alls þess sem lífið hefur uppá að bjóða, og það að ferðast er mjög skemmtilegt.
Þetta er ein eining.
Ég á 4 ára afmæli daginn eftir en það er flogið út.
Ég get keypt I-pod fyrir Auja, og kannski mig líka.
Það er svo langt síðan að ég fór síðast til útlanda, og svo er Barcelona allt annað.
Þetta verður án efa skemmtileg vika.
Neikvæða viðhorfið:
Það er frekar kalt á þessum árstíma í DC og ekki víst að ég nenni að skoða borgina, og hvað þá með þessum hóp.
Afhverju ætti mig að langa til að skoða þessi fjölmiðlafyrirtæki, og það er MJÖG ólíklegt að ég fari í framhaldsnám til Bandaríkjanna.
Þessir krakkar eru flest nokkuð yngri en ég og eiga eftir að vera full allan tíman.
Það eru háir vextir á yfirdrætti, og það er ástæða fyrir því að ég sagði skilið við kreditkort fyrir fimm árum. Svo er ég líka að fara til Barcelona í júní.
Ég þyrfti að fá frí uppá ruv eitt kvöld sem er bæði kostnaðarsamt og leiðinlegt.
Dóttir mín mun sakna mín, eða kannski frekar ég mun sakna hennar.
Það er mjög mikilvægt að taka ábyrgð á framtíðinni og eyða ekki um efni fram, þrátt fyrir að lifa einn dag í einu.
Þessi ferð er bara ein eining, og tekur tíma frá öðrum fögum.
Ég á 4 ára afmæli daginn eftir að við komum út og ætti því frekar að vera á ráðstefnunni og halda jafnvel afmælispartý.
Ég þarf að kaupa I-pod fyrir Auja, og enda örugglega með því að kaupa einn fyrir mig.
Það er svo stutt síðan að ég fór síðast til útlandi, svo er ég að fara til Barcelona í vor.
Ég verð sprengt uppí loft af illgjörnum hryðjuverkamönnum.
laugardagur, febrúar 19, 2005
Manchester.
Þið sem hafið áhuga á að fræðast um tónlist frá Manchester borg í Englandi ættuð að leggja hlustir við útvarpsþáttinn Næturgalan í kvöld á Rás 2. Þátturinn er á dagskrá frá 22:00 til 02:00.
miðvikudagur, febrúar 16, 2005
Ástarsorg.
Fyrir nokkrum þriðjudagskvöldum kveikti ég á RUV og mér til mikillar gleði var að hefjast fyrsti þáttur í breskri sakamálaseríu, Murder City. Eftir fyrstu kynni mín af Luke Stone varð ég ástfangin. Ég hef aldrei hitt mann eins og hann, ég hef reyndar aldrei hitt Luke í alvöru en mér líður samt þannig. Hann er rosa sérvitur, gáfaður og fyndin. Hann hefur ekki verið í löngu sambandi í mörg ár því engin kona er nógu fullkomin fyrir hann. Samt veit hann innst inni að það er ekki raunveruleg ástæða, heldur það að hann er hræddur. Hann er hræddur um að hann sé ekki nógu fullkominn til að vera í sambandi við góða konu. Það er allt í lagi, ég skil hann. Við getum sigrast á okkar ótta saman, vera hugrökk saman ég og Luke Stone.
Við höfum farið á fjögur stefnumót, eða ég hef séð fjóra þætti. Hann kemur mér alltaf skemmtilega á óvart. Ég sé alltaf betur og betur að við Luke vorum sköpuð til þess að vera saman. Það skiptir hann miklu máli að allt sem hann tekur sér fyrir hendur sé gert á óaðfinnanlegan hátt, hann langar að sanna ágæti sitt, en veit samt að þetta snýst bara um að valda sjálfum sér ekki vonbrigðum. Hann ber nógu mikla virðingu fyrir fólki til þess að leyfa því að taka ábyrgð á sínu lífi sjálft, en er samt alltaf tilbúinn að hjálpa ef hann telur að þess þurfi eða að fólk vilji hjálp. Hann er fullur af óútskýranlegri gleði og ástríðu sem mér finnst ómótstæðileg. Hann drekkur ekki áfengi, held þó að hann sé ekki alkahólisti, það er bara ekki í hans karakter að drekka honum finnst það kjánalegt. Svo er hann líka rauðhærður.
Í gærkvöldi hitaði ég mér te, tók sæng með mér uppí sófa og kveikti á sjónvarpinu. En hann var farinn, einhver nýr þáttur hefur hafið göngu sína á sama tíma. Ég slökkti því á sjónvarpinu og reyndi að lesa, það tókst samt ekki því söknuðurinn var of mikill.
Bjarta hliðin á þessum sambandsslitum er sú að Luke hefur aldrei hitt mig því er ég viss um að það var ekkert sem ég gerði vitlaust. Því meira sem ég hugsa um það þá sé ég líka að það er frekar barnalegt að vera ástfangin af einhverjum sem er ekki til, svo er hann líka rannsóknarlögreglumaður í London sem er hættulegt starf, og kannski hefði hann aldrei komist yfir óttan þannig að þetta var líklega fyrir bestu. Ég sakna hans samt.
Við höfum farið á fjögur stefnumót, eða ég hef séð fjóra þætti. Hann kemur mér alltaf skemmtilega á óvart. Ég sé alltaf betur og betur að við Luke vorum sköpuð til þess að vera saman. Það skiptir hann miklu máli að allt sem hann tekur sér fyrir hendur sé gert á óaðfinnanlegan hátt, hann langar að sanna ágæti sitt, en veit samt að þetta snýst bara um að valda sjálfum sér ekki vonbrigðum. Hann ber nógu mikla virðingu fyrir fólki til þess að leyfa því að taka ábyrgð á sínu lífi sjálft, en er samt alltaf tilbúinn að hjálpa ef hann telur að þess þurfi eða að fólk vilji hjálp. Hann er fullur af óútskýranlegri gleði og ástríðu sem mér finnst ómótstæðileg. Hann drekkur ekki áfengi, held þó að hann sé ekki alkahólisti, það er bara ekki í hans karakter að drekka honum finnst það kjánalegt. Svo er hann líka rauðhærður.
Í gærkvöldi hitaði ég mér te, tók sæng með mér uppí sófa og kveikti á sjónvarpinu. En hann var farinn, einhver nýr þáttur hefur hafið göngu sína á sama tíma. Ég slökkti því á sjónvarpinu og reyndi að lesa, það tókst samt ekki því söknuðurinn var of mikill.
Bjarta hliðin á þessum sambandsslitum er sú að Luke hefur aldrei hitt mig því er ég viss um að það var ekkert sem ég gerði vitlaust. Því meira sem ég hugsa um það þá sé ég líka að það er frekar barnalegt að vera ástfangin af einhverjum sem er ekki til, svo er hann líka rannsóknarlögreglumaður í London sem er hættulegt starf, og kannski hefði hann aldrei komist yfir óttan þannig að þetta var líklega fyrir bestu. Ég sakna hans samt.
mánudagur, febrúar 14, 2005
Valentínus
Skólavinkona mín sagði mér að það væri dagur elskenda í dag. Ég vorkenni öllu fólki sem gerði eitthvað sérstakt í tilefni dagsins, oj.
Mér varð hugsað til þess tíma þegar ég bjó í Bandaríkjunum fyrir ca 14 árum. Ég og strákur sem ég sá stundum þegar ég fór í heimsókn til vinarfólks míns tókum þá ákvörðun að vera kærustupar eftir að hann sagði mér að honum fyndist ég sæt. Hann vildi samt ekki heilsa mér í frímínútum í skólanum, enda ég útlendingur með hreim og ekki í sömu klíku og hann, það hefði orðið honum að bana félagslega að sjást eitthvað hanga utan í mér. Hann nikkaði til mín stundum, sem mér fannst alveg nóg. Ég fór ekki fram á meira frá foringja klíkunnar og einum mesta töffara skólans. En á Valentínusardag kom hann heim til mín(sem hafði aldrei gerst áður) með gel í hárinu og hjartalagaðan konfektkassa, á kortinu sem hann lét fylgja með stóð á; Love You, Yours Forever Gabríel. Ég varð fyrir smá menningarsjokki og roðnaði og sagði, með hreim, að ég hefði gleymd að kaupa konfekt fyrir hann. Í stað þess að brosa og segja að það væri sko allt í lagi að því að ég væri svo sæt, varð hann fúll. Hann var ekki til í að segja hæ við mig í skólanum en upplifði höfnun þegar ég var ekki með eitthvað nammi fyrir hann. Ég veit, kannski hefði ég átt að kynna mér hefðir þjóðarinnar betur og kaupa súkkulaði, þá kannski væri ég frú Carcía í dag og hann farinn að segja hæ.
Mér varð hugsað til þess tíma þegar ég bjó í Bandaríkjunum fyrir ca 14 árum. Ég og strákur sem ég sá stundum þegar ég fór í heimsókn til vinarfólks míns tókum þá ákvörðun að vera kærustupar eftir að hann sagði mér að honum fyndist ég sæt. Hann vildi samt ekki heilsa mér í frímínútum í skólanum, enda ég útlendingur með hreim og ekki í sömu klíku og hann, það hefði orðið honum að bana félagslega að sjást eitthvað hanga utan í mér. Hann nikkaði til mín stundum, sem mér fannst alveg nóg. Ég fór ekki fram á meira frá foringja klíkunnar og einum mesta töffara skólans. En á Valentínusardag kom hann heim til mín(sem hafði aldrei gerst áður) með gel í hárinu og hjartalagaðan konfektkassa, á kortinu sem hann lét fylgja með stóð á; Love You, Yours Forever Gabríel. Ég varð fyrir smá menningarsjokki og roðnaði og sagði, með hreim, að ég hefði gleymd að kaupa konfekt fyrir hann. Í stað þess að brosa og segja að það væri sko allt í lagi að því að ég væri svo sæt, varð hann fúll. Hann var ekki til í að segja hæ við mig í skólanum en upplifði höfnun þegar ég var ekki með eitthvað nammi fyrir hann. Ég veit, kannski hefði ég átt að kynna mér hefðir þjóðarinnar betur og kaupa súkkulaði, þá kannski væri ég frú Carcía í dag og hann farinn að segja hæ.
föstudagur, febrúar 11, 2005
Maður!
Ég fór eitthvað að velta því fyrir mér um daginn hvað mér finntist sá ávani að segja “maður” í stað “ég” leiðinlegur. Ég var að hugsa hvort að ég gerði þetta líka án þess að gera mér grein fyrir því, en ég held ekki. Síðan þá hef ég sérstaklega tekið eftir þessu bæði í samskiptum við fólk og þegar ég hlusta t.d. á viðmælendur í sjónvarpinu. Ok, ég skil að þetta geti verið ómeðvituð leið til að aftengja sig einhverju sem maður er ekki stoldur af í sínu fari. Ef að viðkomandi notar “maður” í stað “ég” er sá í raun að segja að þetta eigi ekki bara við um hann heldur fullt að öðru fólki líka, að hann sé eins og aðrir. Þegar ég svo heyri vinkonur mínar segja setningu eins og; “æji maður er bara eitthvað svo léleg í þessum málum” eða eitthvað þvíumlíkt, þá verð ég pínu súr því ég vil ekki láta bendla mig við neina bresti eða lélegheit.
Ég heyrði viðtal við konu í gær sem sagði m.a. “þetta er náttúrulega sonur manns”, hún var að tala um að strákurinn væri sinn sonur. Strákurinn er væntanlega sonur einhvers manns, en af samhengi konunnar átti hún við að hann væri sonur konu, sinn. Afhverju sagði hún þá ekki “þetta er náttúrulega sonur minn”?
Maður á kannski ekkert að vera pirra sig eitthvað á því hvernig fólk talar. En ég ætla samt næst að leiðrétta fólk þegar það segir “maður” í staðin fyrir að segja “ég”.
Það er mjög sveitalegt og líka púkó að segja “maður”.
Ég heyrði viðtal við konu í gær sem sagði m.a. “þetta er náttúrulega sonur manns”, hún var að tala um að strákurinn væri sinn sonur. Strákurinn er væntanlega sonur einhvers manns, en af samhengi konunnar átti hún við að hann væri sonur konu, sinn. Afhverju sagði hún þá ekki “þetta er náttúrulega sonur minn”?
Maður á kannski ekkert að vera pirra sig eitthvað á því hvernig fólk talar. En ég ætla samt næst að leiðrétta fólk þegar það segir “maður” í staðin fyrir að segja “ég”.
Það er mjög sveitalegt og líka púkó að segja “maður”.
laugardagur, febrúar 05, 2005
Allý flipp og útvarpið.
Mér þykir leiðinlegt að ekki er hægt að koma með athugasemdir á bloggið hennar Allýar. Mér finnst Allý skemmtileg stelpa, kannski þó aðeins of flippuð fyrir minn smekk en skemmtileg samt.
Í kvöld ætla ég að spá í tónlistarverðlaunatilnefningar og verðlaun, íslensku tónlistarverðlaunin, Grammy verðlaunin og NME verðlaunin.
Í gær fékk ég góðan hópa af hressum konum í heimsókn. Það var gaman. Stundum leiðast mér konur sem neita að taka þátt í baktali. Bara afþví að tvær (aðeins of andlegar fyrir minn smekk) sögðu nein takk þá fékk ég ekki að heyra söguna um súra gaurinn.
Í kvöld ætla ég að spá í tónlistarverðlaunatilnefningar og verðlaun, íslensku tónlistarverðlaunin, Grammy verðlaunin og NME verðlaunin.
Í gær fékk ég góðan hópa af hressum konum í heimsókn. Það var gaman. Stundum leiðast mér konur sem neita að taka þátt í baktali. Bara afþví að tvær (aðeins of andlegar fyrir minn smekk) sögðu nein takk þá fékk ég ekki að heyra söguna um súra gaurinn.
föstudagur, febrúar 04, 2005
Sko.
Núna held ég að það sé rétti tímin til að koma einni athugasemd á framfæri.
Ég les aldrei, og sendi því aldrei áfram, grín tölvupóst. Ekki heldur póst með fallegum boðskap, fallegri bæn eða einhverskonar undirskriftarlista til að reyna að sína að ég hafi samúð með einhverju málefni. Í fyrsta lagi varðandi grín póstinn, þá er í mesta lagi einn af hverjum 30 fyndin, allt hitt er leiðinlegt. Í öðru lagi varðandi boðskap, og fallegar bænir, þá á ég allar þær bækur sem ég þarf til að koma í veg fyrir sjáfsmorð. Í þriðja lagi þá tel ég að senda áfram tölvupóst um eitthvað hræðilegt sem er að gerast útí heimi ekki skila neinum árangri (og mér líður eins og hræsnara þegar ég sendi þetta áfram). Ég er samt með hjarta eins og þið hin, ég borga í hverjum mánuði í Amnesty og í tvö önnur félög, fyrir utan að ég reyni yðulega að koma fram við fólk af virðingu (tekst ekki alltaf) og láta gott af mér leiða. Ég starfaði hjá stóru fyrirtæki um tíma þar sem mikill fjöldapóstur fór um húsið á hverjum degi. Ég bað vinsamlegast um að ég yrði fjarlægð af öllum þessum póstlistum, ég bað fólk um að sýna vinnunni minni þá virðingu að það gæfi mér vinnufrið(ég var ekki kosin vinsælasta stúlkan það árið).
Það sem mér þykir enn leiðinlegra en fjöldapóstur er fjölda/áframsent sms skeyti. Þau sendi ég aldrei áfram og aldrei tilbaka á manneskjuna sem sendir þau. Þetta er auðvitað bara góður leikur hjá símafyrirtækjum til þess að fá okkur til að hækka reikningin, sms eru ekki ódýr. Um áramótin fékk ég reyndar fjölda áramóta sms frá einni vinkonu minni(sem er frábær) og ég sendi henni tilbaka að mér þætti þau móðgandi, ég held að hún hafi ekki tekið því mjög vel.
Það sem er megin atriði hér er að ég vil ekki að þið sem hafið verið að senda mér fjöldapóst eða sms upplifið einhverja höfnun. Málið er einmitt að ég fæ yfirleitt svona skeyti frá manneskjum sem mér þykir mjög skemmtilegar og þykir vænt um, en ég mun samt ekki svara eða senda þetta áfram. Mér finntist frábært ef þið mynduð segja mér frekar alla þessar sögur þegar við hittumst.
Ástæðan fyrir þessu bréfi er að það koma einni vinkonu minni á óvart að sjá hvað það voru mörg ólesin mail í hotmail pósthólfinu mínu, ég les það aldrei. Ef það er einhver áríðandi skilaboð sem ég ætti að fá (því ekki vil ég missa af tækifæri að hitta frábæru vinkonur mínar) þá er ráð að senda mér póst á hi netfangið mitt, en þangað má aldrei senda grín/boðskapsfjöldapóst. Ég hef bara því miður ekki tíma í svona, þarf núna að hætta og fara að stara. Með virðingu og þökk, Magga.
Ég les aldrei, og sendi því aldrei áfram, grín tölvupóst. Ekki heldur póst með fallegum boðskap, fallegri bæn eða einhverskonar undirskriftarlista til að reyna að sína að ég hafi samúð með einhverju málefni. Í fyrsta lagi varðandi grín póstinn, þá er í mesta lagi einn af hverjum 30 fyndin, allt hitt er leiðinlegt. Í öðru lagi varðandi boðskap, og fallegar bænir, þá á ég allar þær bækur sem ég þarf til að koma í veg fyrir sjáfsmorð. Í þriðja lagi þá tel ég að senda áfram tölvupóst um eitthvað hræðilegt sem er að gerast útí heimi ekki skila neinum árangri (og mér líður eins og hræsnara þegar ég sendi þetta áfram). Ég er samt með hjarta eins og þið hin, ég borga í hverjum mánuði í Amnesty og í tvö önnur félög, fyrir utan að ég reyni yðulega að koma fram við fólk af virðingu (tekst ekki alltaf) og láta gott af mér leiða. Ég starfaði hjá stóru fyrirtæki um tíma þar sem mikill fjöldapóstur fór um húsið á hverjum degi. Ég bað vinsamlegast um að ég yrði fjarlægð af öllum þessum póstlistum, ég bað fólk um að sýna vinnunni minni þá virðingu að það gæfi mér vinnufrið(ég var ekki kosin vinsælasta stúlkan það árið).
Það sem mér þykir enn leiðinlegra en fjöldapóstur er fjölda/áframsent sms skeyti. Þau sendi ég aldrei áfram og aldrei tilbaka á manneskjuna sem sendir þau. Þetta er auðvitað bara góður leikur hjá símafyrirtækjum til þess að fá okkur til að hækka reikningin, sms eru ekki ódýr. Um áramótin fékk ég reyndar fjölda áramóta sms frá einni vinkonu minni(sem er frábær) og ég sendi henni tilbaka að mér þætti þau móðgandi, ég held að hún hafi ekki tekið því mjög vel.
Það sem er megin atriði hér er að ég vil ekki að þið sem hafið verið að senda mér fjöldapóst eða sms upplifið einhverja höfnun. Málið er einmitt að ég fæ yfirleitt svona skeyti frá manneskjum sem mér þykir mjög skemmtilegar og þykir vænt um, en ég mun samt ekki svara eða senda þetta áfram. Mér finntist frábært ef þið mynduð segja mér frekar alla þessar sögur þegar við hittumst.
Ástæðan fyrir þessu bréfi er að það koma einni vinkonu minni á óvart að sjá hvað það voru mörg ólesin mail í hotmail pósthólfinu mínu, ég les það aldrei. Ef það er einhver áríðandi skilaboð sem ég ætti að fá (því ekki vil ég missa af tækifæri að hitta frábæru vinkonur mínar) þá er ráð að senda mér póst á hi netfangið mitt, en þangað má aldrei senda grín/boðskapsfjöldapóst. Ég hef bara því miður ekki tíma í svona, þarf núna að hætta og fara að stara. Með virðingu og þökk, Magga.
miðvikudagur, febrúar 02, 2005
Sög
Nú er veðrið alltaf að verða betra og ég finn á mér að nú get ég farið að hjóla aftur mjög fljótlega. En ég á við eitt vandamál að stríða, og það er að hjólið mitt er læst við girðinguna heima og ég finn ekki lykilinn. Ef einhver á sög eða sterkar klippur þá er viðkomandi boðið í heimsókn með tólið. ok takk.