mánudagur, október 31, 2005
Það er nokkuð ljóst að gamli góði sleikurinn er að komast aftur í tísku. Varla hægt að kveikja á sjónvarpinu án þess að þurfa að verða vitni af fólki í sleik, auglýsingastofurnar hafa áttað sig á því að sleikurinn selur. Persónulega finnst mér frekar subbulegt að fara í sleik, og fannst það líka þegar það var rosa mikið inn að fara í sleik, en lét mig stundum hafa það. Frekar mikið næntís eitthvað.
Tölvumál
Um helgina fór ég með tölvuna mína í hreinsun. Ég losaði hana við allt drasl sem ég þarf ekki á að halda þannig að núna er hún hröð og fín. Fyrir mistök losaði hana líka við forrit sem ég þarf mjög mikið á að halda. Forritið heitir SPSS, ég er algerlega glötuð án þess. Ég get auðvitað keypt það aftur eins og heiðarlegur borgari, en það kostar bara svo rosa mikið. Ef einhver veit um ódýra útgáfu sem hægt er að komast í þá látið mig endilega vita.
föstudagur, október 28, 2005
Magga lata.
Það skiptir víst engu máli hversu góðar hugmyndir maður fær ef maður framkvæmir þær ekki. Var eitthvað að hugleiða þetta þegar ég horfði með öðru auganu á Latabæ. Ég sver að ég fékk hugmyndina að Latabæ, eða svona sirka Latabæ, á undan Magnúsi Scheving. En núna er hann samt ríkur en ekki ég. Núna ætla ég að fara að reyna að setja niður á blað þessa stór fínu hugmynd sem ég er með að ritgerð.
Afbrot og eftirlit.
Ég eyddi stórum hluta dagsins í að sitja á ráðstefnu sem haldin var á vegum Félagsvísindastofnunnar Háskóla Íslands. Ég valdi mér fyrirlestra í flokknum afbrot og eftirlit, enda það mitt áhugasvið þessa dagana. Þetta var verulega áhugavert.
Fjallað var m.a. um réttlætingar ríkisstjórnar til að skerða persónufrelsi einstaklinga, undanfarin ár hafa réttlætingarnar falist í því að það sé verið að sjá fyrir þjóðaröryggi. Þessi réttlæting hefur ekki verið gagnrýnd mikið, þá sérstaklega ekki eftir 11.sept. Eins og einhver sagði því hræddara sem fólk er því auðveldara er að stjórna því. Skemmtileg samlíking kom fram á því sem er að gerast í dag og gerðist á valdatíma Hitlers. Eftirlitisrannsóknin verður gefin út, man ekki hvenær hún er væntanleg en hún er væntanleg, höfundar rannsóknarinnar eru Dr. Guðbjörg Linda og Lára Rún.
Afbrotafræðingarnir Helgi Gunnlaugs og Rannveig greindu frá fórnarlamba rannsókn sem þau hafa verið að gera undanfarið. Bornar voru saman opinber gögn yfir tíðni afbrota og svo þær tölur sem koma úr könnun þeirra. Megin niðurstöður; tíðni afbrota er mun hærri en opinber gögn segja til um, kynferðisbrot eru þau brot sem eru hvað mest vanmetin í opinberum gögnum. Þetta kemur svo sem ekki á óvart því sambærilegar rannsóknir erlendis hafa sýnt fram á þetta sama. Aðrar niðurstöður voru einnig áhugaverðar, og mun ég án efa kaupa bókina þegar hún kemur úr eftir u.þ.b. mánuð.
Einnig var greint frá rannsókn á stimplun. Það var Dr. Jón Gunnar sem sagði frá áframhaldandi rannsókn á doktorsritgerð sinni. Þetta var virkilega áhugaverður fyrirlestur. Jón Gunnar sagði frá því hvernig það að hafa einhver afskipti af lögreglu á yngri árum hefði neikvæð áhrif á lífsgæði á fullorðinsárum. Hann hafði þá stjórnað fyrir ýmsum þáttum, eins og t.d. afbrotaferli á unglisárum. Þannig að sá sem hefur brotið af sér og er handtekin fer að lifa sig inní hlutverk afbrotamanns, og aðrir upplifa hann sem slíkan. Á meðan annar aðili brýtur lögin en er ekki handtekin er mun líklegri til að leggja niður feril sinn sem afbrotamaður þegar hann verður fullorðin og þarf að takast á við ábyrgð. Basicly var þetta málið.
Vona að ykkur finnist þetta jafn spennandi og mér. Eitt varðandi þetta allt, eins og sumir vita þá ólst ég upp í Breiðholti og hef þ.a.l. mikla innsýn inní heim glæpa og frávika, því eins og allir vita þá eru ekkert nema frávikar í Breiðholti, ég finn þess vegna stundum fyrir löngun til að koma því á framfæri þegar ég er að hlusta á svona fyrirlestra. Ég var t.d. næstum búin að segja upphátt í dag; já nákvæmlega, ég get nú sagt ykkur nokkrar sögur af unglings árum mínum. Ég gat þó hamið mig. Þar sem ég er að vinna fyrir einn af þessum félags-afbrotafræðingum þá kem ég því kannski eitthvern tíman að.
Fjallað var m.a. um réttlætingar ríkisstjórnar til að skerða persónufrelsi einstaklinga, undanfarin ár hafa réttlætingarnar falist í því að það sé verið að sjá fyrir þjóðaröryggi. Þessi réttlæting hefur ekki verið gagnrýnd mikið, þá sérstaklega ekki eftir 11.sept. Eins og einhver sagði því hræddara sem fólk er því auðveldara er að stjórna því. Skemmtileg samlíking kom fram á því sem er að gerast í dag og gerðist á valdatíma Hitlers. Eftirlitisrannsóknin verður gefin út, man ekki hvenær hún er væntanleg en hún er væntanleg, höfundar rannsóknarinnar eru Dr. Guðbjörg Linda og Lára Rún.
Afbrotafræðingarnir Helgi Gunnlaugs og Rannveig greindu frá fórnarlamba rannsókn sem þau hafa verið að gera undanfarið. Bornar voru saman opinber gögn yfir tíðni afbrota og svo þær tölur sem koma úr könnun þeirra. Megin niðurstöður; tíðni afbrota er mun hærri en opinber gögn segja til um, kynferðisbrot eru þau brot sem eru hvað mest vanmetin í opinberum gögnum. Þetta kemur svo sem ekki á óvart því sambærilegar rannsóknir erlendis hafa sýnt fram á þetta sama. Aðrar niðurstöður voru einnig áhugaverðar, og mun ég án efa kaupa bókina þegar hún kemur úr eftir u.þ.b. mánuð.
Einnig var greint frá rannsókn á stimplun. Það var Dr. Jón Gunnar sem sagði frá áframhaldandi rannsókn á doktorsritgerð sinni. Þetta var virkilega áhugaverður fyrirlestur. Jón Gunnar sagði frá því hvernig það að hafa einhver afskipti af lögreglu á yngri árum hefði neikvæð áhrif á lífsgæði á fullorðinsárum. Hann hafði þá stjórnað fyrir ýmsum þáttum, eins og t.d. afbrotaferli á unglisárum. Þannig að sá sem hefur brotið af sér og er handtekin fer að lifa sig inní hlutverk afbrotamanns, og aðrir upplifa hann sem slíkan. Á meðan annar aðili brýtur lögin en er ekki handtekin er mun líklegri til að leggja niður feril sinn sem afbrotamaður þegar hann verður fullorðin og þarf að takast á við ábyrgð. Basicly var þetta málið.
Vona að ykkur finnist þetta jafn spennandi og mér. Eitt varðandi þetta allt, eins og sumir vita þá ólst ég upp í Breiðholti og hef þ.a.l. mikla innsýn inní heim glæpa og frávika, því eins og allir vita þá eru ekkert nema frávikar í Breiðholti, ég finn þess vegna stundum fyrir löngun til að koma því á framfæri þegar ég er að hlusta á svona fyrirlestra. Ég var t.d. næstum búin að segja upphátt í dag; já nákvæmlega, ég get nú sagt ykkur nokkrar sögur af unglings árum mínum. Ég gat þó hamið mig. Þar sem ég er að vinna fyrir einn af þessum félags-afbrotafræðingum þá kem ég því kannski eitthvern tíman að.
miðvikudagur, október 26, 2005
Húmor
Húmor er spes fyrirbæri. Þetta er mér sérstaklega ofarlega í huga vegna þess að í gær fór ég á leiksýningu sem að flestum leiksýningargestum þótti mjög svo fyndið. Ég fór með nokkrum stelpum sem einmitt öllum fannst þetta mjög spaugilegt allt saman, nema mér. Jú jú, ég brosti rétt aðeins tvisvar held ég í þennan 1 og hálfan klukkutíma sem sýningin var. Mér fannst leikkonan fín, Edda Björgvins, og svo voru spiluð ágætis lög af og til í sýningunni en fyndið fannst mér þetta ekki. Ekkert alvarlegt í gangi hér, þessar stelpur sem fóru með mér í Borgarleikhúsið eru skemmtilegar og góðar stelpur þrátt fyrir að hafa ólíkan húmor en ég. Alveg brilliant skilnaður fjallar um konu sem situr ein eftir með hundinum sínum þegar eiginmaður hennar skilur við hana og dóttir hennar flytur í eigin húsnæði. Konan þarf að takast á við verkefni sem hún hefur aldrei þurft að gera áður, eins og að versla sér titrara. Já titrarar eru rosa fyndnir.
Þessi sýning minnti mig á það þegar ég og Magga H. sáum Napoleon Dynamite á kvikmyndahátíð. Öllum í salnum fannst mjög svo fyndið þegar Napoleon t.d. datt á hjólinu sínu, en ekki mér og Möggu. Í þeirri mynd er reyndar eitt atriði sem var frekar spaugilegt, tvær mínútur af u.þ.b. 100.
Mér finnst hins vegar þátturinn American Next Top Model mjög fyndin, sérstaklega þótti mér fyndið þegar Tyra fékk kast í síðasta þætti þegar ein af fyrirsætustúlkunum sýndi henni ekki viðeigandi virðingu. Tyra setti svo stút á varirnar og sagði frá því að hún hefði nú lifað tímanna tvenna, þá hló ég. Mér finnst líka bachelorþátturinn fyndinn. Já og reyndar Sjáumst með Silvíu Nótt er fyndin, en það er einmitt grínþáttur.
Þessi sýning minnti mig á það þegar ég og Magga H. sáum Napoleon Dynamite á kvikmyndahátíð. Öllum í salnum fannst mjög svo fyndið þegar Napoleon t.d. datt á hjólinu sínu, en ekki mér og Möggu. Í þeirri mynd er reyndar eitt atriði sem var frekar spaugilegt, tvær mínútur af u.þ.b. 100.
Mér finnst hins vegar þátturinn American Next Top Model mjög fyndin, sérstaklega þótti mér fyndið þegar Tyra fékk kast í síðasta þætti þegar ein af fyrirsætustúlkunum sýndi henni ekki viðeigandi virðingu. Tyra setti svo stút á varirnar og sagði frá því að hún hefði nú lifað tímanna tvenna, þá hló ég. Mér finnst líka bachelorþátturinn fyndinn. Já og reyndar Sjáumst með Silvíu Nótt er fyndin, en það er einmitt grínþáttur.
mánudagur, október 24, 2005
Tæp 50 þús. konur í miðbænum og ég.
Ég fór í bæin í dag. Ég, dóttir mín og vinkonur sungum "áfram stelpur". Það var rosa gaman. Dóttir mín tók reyndar ekkert vel í það að fara í mótmælagöngu svona í fyrstu, hana langaði frekar að vera heima að leika. Þegar ég fór að spjalla við hana um þetta allt saman, útskýra afhverju það væri mikilvægt að við færum niðrí bæ sagði hún; já já ég veit, menn eru með hærri laun en konur fyrir sömu vinnu, en veistu mamma, einu sinni fyrir löngu, rétt áður en að þú fæddist, þá máttu stelpur ekki fara í skóla? Þegar við höfðum rætt þetta í pínu stund var hún til í hressileg mótmæli, hún tók þessu mjög alvarlega, svo alvarlega að þegar hún sá karl á gangi sagði hún honum að hann ætti nú bara að fara heim, því þetta væru okkar dagur. Úps! Nú þurfti ég að ræða við hana aftur og útskýra að þrátt fyrir að við værum að berjast fyrir jafnrétti mættum við ekki vera dónalegar við karla, því þeir væru ekki vondir, ekki allir allavega. Svo sagði ég, ef þú ætlar að vera með dónaskap mundu þá bara að segja ekki frá því að ég sé mamma þín(það sagði ég reyndar lágt).
Já vá tæplega 50 þúsund konur í miðbænum í dag, hver fékk það starf að telja? Ætli að það hafi verið karl?
Já vá tæplega 50 þúsund konur í miðbænum í dag, hver fékk það starf að telja? Ætli að það hafi verið karl?
Ekkert sérstakt svosem.
Ég er í frekar spes starfi. Ég vinn fyrir tvo menn sem láta mig hafa hin ýmsu verkefni. Þeir hringja og ég mæti á staðin til þess að taka með mér heim nýtt verkefni til að leysa. Þessi verkefni eru af ýmsum toga. Stundum eru þau mjög flókin og krefjandi en stundum alls ekki. Ég hef t.d. fengið það verkefni að ljósrita blöð(sem mér tókst ágætlega). Mér fannst það allt í lagi af því að ég vissi að næsta verkefni yrði meira spennandi, sem það var. Stór hluti af þessari helgi hefur farið í það að svara tölvupósti fyrir einn mann og sjá um prófarkalestur fyrir annan. Mér finnst mjög merkilegt að ég sé að fara yfir texta sem að prófessor í Háskóla Íslands á eftir að senda frá sér. Ég hef nefnilega verið svona kona sem hef þurft að láta fara yfir hvert einasta skrifaða orð sem ég set niður á blað og er ætlað öðrum en sjálfri mér til lesturs. Já svona getur maður nú lært ýmislegt, er samt alveg viss um að eitthvert glöggt auga á eftir að geta bent mér á stafsetningavillu í þessum texta hér.
Ég hlakka til að vita hvað ég fæ að gera á morgun.
Ég hlakka til að vita hvað ég fæ að gera á morgun.
laugardagur, október 22, 2005
þriðjudagur, október 18, 2005
Capone.
Það kemur engin morgunútvarpsþáttur í stað Tvíhöfða. En það er líka bara allt í lagi. Núna hlusta ég nánast alla morgna á þátt sem heitir Capone og er á X FM frá 7-10. Ansi hressir þáttastjórnendur og hressandi músík.
Þrátt fyrir að hafa mjög gaman að þessum þætti þá finn ég stundum fyrir því að ég er alls ekki í markhóp þáttarins, eða útvarpsstöðvarinnar.
Mér leiðast markhópar.
Þrátt fyrir að hafa mjög gaman að þessum þætti þá finn ég stundum fyrir því að ég er alls ekki í markhóp þáttarins, eða útvarpsstöðvarinnar.
Mér leiðast markhópar.
laugardagur, október 15, 2005
Searching for Angela Shelton
Ég var í dag að reyna að finna einhver fimm atriði sem myndu lýsa mér, hver ég er. Það var erfiðara en ég hefði búist við. Því hvernig ég er í dag er ekkert endilega hvernig ég verð á morgun eða var í gær. Eða ég veit samt ekki alveg, sumt breytist lítið en annað í mínu fari finnst mér breytast frá degi til dags. Ég var eitthvað að velta fyrir mér hvort ég væri feimin, óörugg eða rosa örugg og ófeimin, sem mér finnst mjög breytilegt.
Ég mætti í tölfræðitíma eins og ég geri alla föstudaga. Þegar u.þ.b. hálf tími var liðinn af kennslustundinni fór mér að líða frekar undarlega. Mér fannst allir vera að horfa á mig, og fór í pínu panic yfir því hvers vegna allir væru að horfa á mig. Var ég í ansalegum buxum? Hafði hárgreiðslan farið í eitthvað rugl í rokinu? Eftir að hafa velt fyrir mér nokkrum möguleikum komst ég að þeirri niðurstöðu að mér fannst allir vera að horfa á mig af því að allir voru að horfa á mig. Allir voru að horfa á mig vegna þess að ég var eina manneskjan í skólastofunni sem stóð og talaði, ég var líka eina manneskjan í stofunni sem var að skrifa á töfluna. Þegar ég áttaði mig á þessu leið mér aðeins betur og tók þá ákvörðun um að reyna að fækka kaffibollunum niður í fimm, allavega svona fyrir hádegi.
Ég mætti í tölfræðitíma eins og ég geri alla föstudaga. Þegar u.þ.b. hálf tími var liðinn af kennslustundinni fór mér að líða frekar undarlega. Mér fannst allir vera að horfa á mig, og fór í pínu panic yfir því hvers vegna allir væru að horfa á mig. Var ég í ansalegum buxum? Hafði hárgreiðslan farið í eitthvað rugl í rokinu? Eftir að hafa velt fyrir mér nokkrum möguleikum komst ég að þeirri niðurstöðu að mér fannst allir vera að horfa á mig af því að allir voru að horfa á mig. Allir voru að horfa á mig vegna þess að ég var eina manneskjan í skólastofunni sem stóð og talaði, ég var líka eina manneskjan í stofunni sem var að skrifa á töfluna. Þegar ég áttaði mig á þessu leið mér aðeins betur og tók þá ákvörðun um að reyna að fækka kaffibollunum niður í fimm, allavega svona fyrir hádegi.
Klukk
Ok, allir að klukka alla. Núna er svokallað klukk að ganga um blogg heiminn þar sem einn bloggari klukkar annan sem á þá að skrifa niður fimm atriði um sig og klukka síðan aðra tvo. Magga H. http://www.maggabest.blogspot.com klukkaði mig og Sigga http://this.is/promazin um daginn. Ég hef verið að bíða eftir að Siggi svari klukkinu til þess að geta bara hermt eftir honum, en ekkert hefur orðið af því. Nú var hún Helga http://www.helgita.blogspot.com að klukka mig líka þannig að ég hef ákveðið að vera ekki partí búber og skrifa niður hér fimm atriði.
1. Ég er lítil og grönn
2. Ég er með svart stutt hár
3. Ég er með blá augu
4. Ég á hermannaklossa
5. Þannig að ég er frekar lík Hitler í útliti(eins og hann var áður en hann dó), en er samt allt öðruvísi en hann að innan. Hann var vondur en ég er góð.
Ég klukka þá bara Djöfulinn http://www.advo.blogspot.com og Guð http://allyrosa.blogspot.com (s.s. Allý, sem er minn Æðri máttur í dag).
1. Ég er lítil og grönn
2. Ég er með svart stutt hár
3. Ég er með blá augu
4. Ég á hermannaklossa
5. Þannig að ég er frekar lík Hitler í útliti(eins og hann var áður en hann dó), en er samt allt öðruvísi en hann að innan. Hann var vondur en ég er góð.
Ég klukka þá bara Djöfulinn http://www.advo.blogspot.com og Guð http://allyrosa.blogspot.com (s.s. Allý, sem er minn Æðri máttur í dag).
föstudagur, október 14, 2005
Flokksblöðin
Hafa gömlu góðu flokksblöðin tekið til starfa á ný? Þegar litið er á forsíðu tveggja helstu fréttablaða landsins lýtur út fyrir að svo sé. Í dag eru þau þó í dulargervi undir nöfnunum Fréttablaðið og Morgunblaðið.
Forsíðufrétta blaðanna í dag er setningaræða Davíðs Oddsonar á 36. landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn í gær. Þrátt fyrir ólíkar fyrirsagnir er verið að fjalla um nákvæmlega það sama.
Morgunblaðið; “Hvergi séð slíka notkun auðhrings á fjölmiðlum.” Hér er vitnað í orð Davíðs.
Fréttablaðið; “Eins og biturt fórnarlamb”. Hér kemur fréttamaður Fréttablaðsins skoðun sinni á Davíð á framfæri.
Ég hlustaði aðeins á útvarpsþátt á Útvarpi Sögu í gær sem heitir Bláhornið og er í umsjón Kjartans(man ekki hvers son hann er). Eftir að hafa rætt hin ýmsu mál líðandi stundu við hlustanda sem hringdi inn sagðist hann hlakka til að sjá hlustandann á landsfundinum sama kvöld. Mér finnst frekar smart þegar að fjölmiðlafólk kemur hreint fram og er ekki að halda því fram að það sé hlutlaust og óháð.
Eftir þennan litla pistil hér mun væntanlega einhver halda að hann/hún viti hvar ég standi í pólitík.
Forsíðufrétta blaðanna í dag er setningaræða Davíðs Oddsonar á 36. landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn í gær. Þrátt fyrir ólíkar fyrirsagnir er verið að fjalla um nákvæmlega það sama.
Morgunblaðið; “Hvergi séð slíka notkun auðhrings á fjölmiðlum.” Hér er vitnað í orð Davíðs.
Fréttablaðið; “Eins og biturt fórnarlamb”. Hér kemur fréttamaður Fréttablaðsins skoðun sinni á Davíð á framfæri.
Ég hlustaði aðeins á útvarpsþátt á Útvarpi Sögu í gær sem heitir Bláhornið og er í umsjón Kjartans(man ekki hvers son hann er). Eftir að hafa rætt hin ýmsu mál líðandi stundu við hlustanda sem hringdi inn sagðist hann hlakka til að sjá hlustandann á landsfundinum sama kvöld. Mér finnst frekar smart þegar að fjölmiðlafólk kemur hreint fram og er ekki að halda því fram að það sé hlutlaust og óháð.
Eftir þennan litla pistil hér mun væntanlega einhver halda að hann/hún viti hvar ég standi í pólitík.
þriðjudagur, október 11, 2005
Hamingjuleit
Stundum þegar ég er spurð að því hvernig ég hafi það verður mér hugsað til eins kunningja míns. Þessi ungi maður mælir hvernig honum líður með því að reikna saman hversu oft hann hefur hugleitt sjálfsmorð síðustu daga. Þegar hann er virkilega kátur svarar hann einhvernveginn á þann veginn að honum líði bara nokkuð vel, að hann hafi allavega ekki hugsað um sjálfmorð mjög oft undanfarið. Fyrir sumt fólk er væntanlega svona svar frekar sjokkerandi. En hvað um það, mér líður bara nokkuð vel í dag.
mánudagur, október 10, 2005
Frekar súrt
Er að horfa á leiðinlegasta og kjánalegasta viðtal sem ég hef séð í sjónvarpi. Vinkonurnar Inga Lind og Svanhildur spjalla við Jón Ásgeir.
Blogg
Við vorum að fjalla um bloggsíður í síðasta fjölmiðlafræðitíma. Kennarinn varaði okkur við því, ef við værum að blogga, að skrifa nokkuð um sig því að hún leiti sérstaklega af bloggsíðum nemenda sinna og lesi þær. Ég hafði ekki hugsað mér að skrifa nokkuð um hana og ætla ekki að gera það, er reyndar búin að því núna, en samt vakti þessi fullyrðing ótta hjá mér. Annars er eiginlega ekki hægt að segja að ég sé eitthvað að blogga, allavega stendur Siv.is sig mun betur en ég.
laugardagur, október 01, 2005
En eitt föstudagskvöldið.
Í kvöld lét ég mig hafa það og fór út að skemmta mér, eins og venjulegt fólk eins og ég gerir stundum. Ég er að sletta úr klaufunum áður en ég verð of gömul. Ég fór því á kántrý tónleika með stórsveitinni Baggalútur. Þetta var alveg hreint stór fínt kvöld, nema að ég fór bara heim með Bergþóru. Það er kannski ekkert svo slæmt í sjálfu sér að fara heim með Bergþóru, en ég kom með henni og ég reyni að komast hjá því að fara heim af dansiballi með sömu manneskju og ég kem með. Það munaði rosa mjóu að mér tækist að höstla einn úr bandinu, ef að barnapían hefði ekki þurft að komast heim snemma væri ég í góðum félagsskap að syngja Par Exelans núna. Hljómsveitin Baggalútur er góð hljómsveit, minnir á Sheril Crow nema aðeins betri söngvarar, og án ef sætari, en hún er með brúnni fótleggi.